Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2025 13:00 Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun