Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 13:07 Mennirnir tveir voru búnir að gefast upp og sýna að þeir voru ekki vopnaðir eða með sprengjur þegar þeir voru skotnir. AP/Palestine TV Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira