Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 11:08 A25 kafbátarnir eru samkvæmt Saab fyrstu fimmtu kynslóðar kafbátar heimsins. Svíar eru með nokkra slíka í notkun og Pólverjar ætla að kaupa þrjá. Saab Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. Enginn samningur hefur verið undirritaður enn en talið er að hann muni hljóða upp á um 2,36 milljarða evra, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Það samsvarar um 350 milljörðum króna. TVP hefur eftir aðstoðarforsætisráðherra Póllands að vonandi verði skrifað undir samning fyrir árslok og að fyrsti kafbáturinn gæti verið kominn til Póllands árið 2030. Kafbátarnir verða að mestu smíðaðir í Svíþjóð en Svíar hafa samþykkt að gera Pólverjum kleift að þjónusta þá og fjárfesta í pólskum vopnum í framtíðinni. Kafbátarnir sem Pólverjar ætla að kaupa kallast A26 eða Blekinge-kafbátar en forsvarsmenn Saab segja þá vera fyrstu fimmtu kynslóðar kafbáta heimsins. Pólverjar ætla að nota kafbátana í staðinn fyrir einn gamlan kafbát frá tímum Sovétríkjanna sem Pólverjar nota í dag. Kafbátarnir eru nokkuð smáir (66 metrar að lengd) og eru sérstaklega hannaðir til að fara leynilega um tiltölulega grunnt Eystrasaltshafið. Hægt er að nota þá til árása með eldflaugum og tundurskeytum og til að flytja sérsveitarmenn. Þá eru þeir einnig hannaðir með vernd sæstrengja í huga og eru búnir öflugum skynjurum. Verja fúlgum fjár í hergögn og vopn Pólverjar hafa á undanförnum árum farið í mikla hernaðaruppbyggingu og hafa keypt mikið magn vopna og hergagna. Meðal annars hafa þeir keypt skriðdreka og orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Til marks um þessa uppbyggingu lýstu ráðamenn í Póllandi því einnig yfir í gær að gerður hefði verið samningur við Bandaríkjamenn um að kaupa 96 AH-64E Apache herþyrlur frá Bandaríkjunum á næstu árum. Fyrstu þyrlurnar eiga að berast árið 2028 en um er að ræða stærstu pöntun af þessu tagi utan Bandaríkjanna síðan framleiðsla þessara þyrla hófst, samkvæmt frétt Reuters. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu Pólverjar að á næsta ári myndi ríkið bjóða þeim sem vilja upp á herþjálfun. Vonast er til að hundruð þúsunda muni nýta sér þessa þjálfun en með þessu vilja Pólverjar verða sér út um varalið sem hægt væri að kalla til herþjónustu með tiltölulega lítilli þjálfun, ef í harðbakkann slær. Pólland Svíþjóð Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Enginn samningur hefur verið undirritaður enn en talið er að hann muni hljóða upp á um 2,36 milljarða evra, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Það samsvarar um 350 milljörðum króna. TVP hefur eftir aðstoðarforsætisráðherra Póllands að vonandi verði skrifað undir samning fyrir árslok og að fyrsti kafbáturinn gæti verið kominn til Póllands árið 2030. Kafbátarnir verða að mestu smíðaðir í Svíþjóð en Svíar hafa samþykkt að gera Pólverjum kleift að þjónusta þá og fjárfesta í pólskum vopnum í framtíðinni. Kafbátarnir sem Pólverjar ætla að kaupa kallast A26 eða Blekinge-kafbátar en forsvarsmenn Saab segja þá vera fyrstu fimmtu kynslóðar kafbáta heimsins. Pólverjar ætla að nota kafbátana í staðinn fyrir einn gamlan kafbát frá tímum Sovétríkjanna sem Pólverjar nota í dag. Kafbátarnir eru nokkuð smáir (66 metrar að lengd) og eru sérstaklega hannaðir til að fara leynilega um tiltölulega grunnt Eystrasaltshafið. Hægt er að nota þá til árása með eldflaugum og tundurskeytum og til að flytja sérsveitarmenn. Þá eru þeir einnig hannaðir með vernd sæstrengja í huga og eru búnir öflugum skynjurum. Verja fúlgum fjár í hergögn og vopn Pólverjar hafa á undanförnum árum farið í mikla hernaðaruppbyggingu og hafa keypt mikið magn vopna og hergagna. Meðal annars hafa þeir keypt skriðdreka og orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Til marks um þessa uppbyggingu lýstu ráðamenn í Póllandi því einnig yfir í gær að gerður hefði verið samningur við Bandaríkjamenn um að kaupa 96 AH-64E Apache herþyrlur frá Bandaríkjunum á næstu árum. Fyrstu þyrlurnar eiga að berast árið 2028 en um er að ræða stærstu pöntun af þessu tagi utan Bandaríkjanna síðan framleiðsla þessara þyrla hófst, samkvæmt frétt Reuters. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu Pólverjar að á næsta ári myndi ríkið bjóða þeim sem vilja upp á herþjálfun. Vonast er til að hundruð þúsunda muni nýta sér þessa þjálfun en með þessu vilja Pólverjar verða sér út um varalið sem hægt væri að kalla til herþjónustu með tiltölulega lítilli þjálfun, ef í harðbakkann slær.
Pólland Svíþjóð Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent