Skörp kröfulækkun ríkisbréfa með milljarða innfæði frá erlendum sjóðum
Markaðsvextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkuðu skarpt í dag í umtalsverðri veltu sem er meðal annars rakin til milljarða króna fjármagnsinnflæðis frá erlendum skuldabréfasjóðum. Eftir að hafa veikst nokkuð á undanförnum vikum styrktist gengi krónunnar því á nýjan leik.
Tengdar fréttir
Erlendir sjóðir seldu ríkisbréf fyrir meira en átta milljarða í október
Sala erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum í liðnum mánuði, sem hratt af stað snarpri veikingu á gengi krónunnar, nam meira en átta milljörðum króna og er sú mesta sem sést hefur á einum mánuði um árabil.
Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum
Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði.
Gengishækkun síðustu mánaða þurrkast út eftir sölu erlendra sjóða á ríkisbréfum
Erlendir sjóðir hafa brugðist við breyttum efnahagshorfum hér á landi með því að losa um stöður sínar í íslenskum ríkisskuldabréfum fyrir marga milljarða á síðustu dögum, sem hefur drifið áfram snarpa veikingu á gengi krónunnar, en þrátt fyrir þær sölur hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað.