Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2025 09:33 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. Annað málið sem var höfðað gegn ríkinu snerist um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að hafna beiðni Vélfags um að skrá Ivan Kaufmann, meirihlutaeiganda fyrirtækisins, sem stjórnarformann í sumar. Í hinu málinu krafðist Vélfag þess að ákvörðun Arion banka um að frysta fjármuni fyrirtækisins í júlí yrði endurskoðuð. Arion banki frysti fjármuni Vélfags þar sem Kaufmann var talinn skráður eigandi þess til málamynda fyrir hönd Norebo JSC. Rússneska félagið er á þvingunarlista Evrópusambandsins vegna tilrauna rússneskra stjórnvalda til að valda óstöðugleika í Evrópu. Dótturfélag Norebo átti Vélfag fram til ársins 2023 og í gegnum nátengdan aðila þar til í sumar að Kaufmann keypti meirihluta hlutafjár í norðlenska fyrirtækinu. Vélfag óskaði eftir að skrá Kaufmann sem stjórnarformann en utanríkisráðuneytið hafnaði því í ágúst vegna tengsla hans við Norebo. Ekkert fé skipti um hendur Saga viðskiptanna með Vélfag og tengsl Kaufmann við Orlov-feðga til fjölda ára eru rakin ítarlega í bréfi sem utanríkisráðuneytið sendi Vélfagi þegar það hafnaði beiðni þess um framlengingu á undanþágu sem fyrirtækið fékk frá þvingunaraðgerðunum í sumar. Kaufmann greiddi ekkert fé fyrir Vélfag þegar hann tók við eignarhaldi á því í maí. Ekkert fé skipti heldur um hendur þegar Vélfag fór úr beinni eigu Norebo árið 2023. Rússneska félagið áfram með yfirráð þrátt fyrir tilfærslu Norebo eignaðist rúmlega helmingshlut í Vélfagi í gegnum evrópskt dótturfélag sitt, Norebo Overseas Holding, í desember árið 2021. Eigandi Norebo JSC er Vitalí Orlov, rússneskur auðkýfingur. Sonur hans Nikita, sem er norskur ríkisborgari, stýrir Norebo Overseas Holding en það er í 100 prósent eigu rússneska móðurfélagsins. Hlutir Norebo Overseas Holding í Vélfagi voru fluttir inn í félagið Titania Trading Limited, sem er skráð í Hong Kong, í júlí árið 2023. Nikita Orlov var eigandi þess. Vitalí Orlov, eigandi Norebo JSC í Rússlandi. Félagið er talið eiga skip í skuggaflota Rússa. Utanríkisráðuneytið telur Norebo enn geta haft yfirráð í Vélfagi.Vísir/Getty Kaupverðið sem kveðið var á um í samningi Norebo Overseas og Titania nam tólf milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Hvorki var hins vegar kveðið á um gjalddaga eða skilmála greiðslu að öðru leyti en að Norebo gæfi út kröfu og að hún væri án vaxta. Ekki var greitt fyrir hlutina með fjármunum heldur sögðust Orlov-feðgar hafa gengið frá viðskiptunum með gagnkvæmu uppgjöri sín á milli. Utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa verið lagt fram sem staðfesti þetta. Það telur skilmála sölunnar ekki hafa verið eðlilega viðskiptahætti. Þeir bendi til þess að Norebo JSC hefði á þessum tímapunkti áfram getað farið með yfirráð í Vélfagi í gegnum Norebo Overseas sem raunverulegur eigandi þess. Mánuði eftir viðskiptin keypti Titania fleiri hluti í Vélfagi og hefur síðan átt 81,2 prósent hltuafjár fyrirtækisins. Kaupverðið brot af verði minni hlutar tveimur árum fyrr Kemur þá að þætti Ivans Kaufmann, núverandi eiganda Titania og meirihlutaeiganda í Vélfagi. Evrópusambandið setti Norebo JSC á þvingunarlista sinn í maí. Í sama mánuði fjölluðu norrænir fjölmiðlar um hvernig rússnesk fiskiskip væru hluti af rússneska skuggaflotunum. Aðeins fjórum dögum áður en ESB setti Norebo á listann keypti Kaufmann allt hlutafé í Titania fyrir 750.000 dollara, jafnvirði rúmra 96 milljóna króna á núverandi gengi. Ivan Kaufmann, meirihlutaeigandi Vélfags. Sú upphæð var víðsfjarri þeim tæpu 1,8 milljörðum króna sem var uppgefið kaupverð í viðskiptum Titnia og Norebo Overseas tveimur árum fyrr, sérstaklega þegar haft er í huga að Titania keypti 54,5 prósent hlut Norebo í Vélfagi en Kaufmann keypti í reynd 81,2 prósent hlutafjárins þegar hann eignaðist Titania. Það var ekki fyrr en þrettán vikum eftir viðskiptin með Titania og sex vikum eftir að Arion banki frysti fjármuni Vélfags að Kaufmann gaf þær skýringar að 750.000 dollararnir hefðu aðeins verið reiðufjárhluti viðskiptanna en þau hefðu annars farið fram með skuldsettri yfirtöku. Engar skýringar fengust á því hvers vegna gögn um þetta eðli viðskiptanna var ekki skilað inn samhliða kaupsamningi eða upplýst um lántökuna. Kaufmann og lögmaður Vélfags staðfestu báðir að kaupverðið hefði heldur ekki verið greitt. Kaupin komu upp þegar hann hélt við norskunni sinni með Orlov Fyrir utan að telja viðskiptin grunsamleg benti utanríkisráðuneytið á margvísleg tengsl Kaufmann við Orlov-feðga í gengum tíðina. Kaufmann sat þannig í stjórn sjóðsins VOS Heritage sem var skráður í Panama. Það félag hét áður Vitaly Orlov and sons. Hann hélt því sjálfur fram að hann hefði hætt í stjórninni árið 2022. Gögn frá Panama sýndu hins vegar að hann hefði ekki verið skráður úr henni fyrr en í apríl á þessu ári. Við þessu brást Kaufmann með því að að hann hefði ekki stjórn á því hvenær og hvernig úrsögn hans úr stjórninni væri skráð í Panama. Ekkert væri heldur athugavert við það jafnvel þótt hann hefði setið í stjórn sjóðsins fram á þetta ár. Við frekari eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins kom í ljós að félag sem Kaufmann stýrir hafi enn verið skráð í formennsku og stjórn VOS Heritage í október. Því var Kaufmann enn talinn tengdur félagi Orlov-feðga. Kaufmann staðfesti sjálfur að hann hefði verið í sambandið við Nikita Orlov undanfarin ár, meðal annars til þes að viðhalda norskukunnáttu sinni. Það hefði verið þannig sem samtal þeirra um kaupin á Titania hefði komið til. Þessu til viðbótar sagðist ráðuneytið hafa upplýsingar sem tengdu Kaufmann við rússnesku öryggisþjónustuna FSB í gegnum svissneskt félag sem hann stýrði. Rík tengsl Alfreðs við Norebo Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, var einnig talinn hafa rík tengsl við Norebo. Hann er eigandi skipahönnunarfélagsins Nautic sem hefur töluverða starfsemi í Rússlandi í gegnum dótturfélag þar. Norebo hefur verið stór viðskiptavinur Nautic í Rússlandi. Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags.Vélfag Máli sínu til stuðnings vísaði ráðuneytið einnig til þess að Alfreð hefði verið skipaður í stjórn og stjórnarformaður Vélfags þegar Nikita Orlov fór með meirihluta hlutafjár í gegnum Titania í fyrra. Vélfag óskaði eftir því í sumar við ráðuneytið að fá að setja Nautic, félag Alfreðs, á lista yfir fyrirtæki sem það mætti eiga í reglubundum viðskiptum við þrátt fyrir þvingunaraðgerðirnar. Því var hafnað vegna hættu á hagsmunaárekstrum, sýndarviðskiptum og skorti á gagnsæi vegna þess að Alfreð sæti beggja vegna borðsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Rússland Evrópusambandið Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Sjá meira
Annað málið sem var höfðað gegn ríkinu snerist um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að hafna beiðni Vélfags um að skrá Ivan Kaufmann, meirihlutaeiganda fyrirtækisins, sem stjórnarformann í sumar. Í hinu málinu krafðist Vélfag þess að ákvörðun Arion banka um að frysta fjármuni fyrirtækisins í júlí yrði endurskoðuð. Arion banki frysti fjármuni Vélfags þar sem Kaufmann var talinn skráður eigandi þess til málamynda fyrir hönd Norebo JSC. Rússneska félagið er á þvingunarlista Evrópusambandsins vegna tilrauna rússneskra stjórnvalda til að valda óstöðugleika í Evrópu. Dótturfélag Norebo átti Vélfag fram til ársins 2023 og í gegnum nátengdan aðila þar til í sumar að Kaufmann keypti meirihluta hlutafjár í norðlenska fyrirtækinu. Vélfag óskaði eftir að skrá Kaufmann sem stjórnarformann en utanríkisráðuneytið hafnaði því í ágúst vegna tengsla hans við Norebo. Ekkert fé skipti um hendur Saga viðskiptanna með Vélfag og tengsl Kaufmann við Orlov-feðga til fjölda ára eru rakin ítarlega í bréfi sem utanríkisráðuneytið sendi Vélfagi þegar það hafnaði beiðni þess um framlengingu á undanþágu sem fyrirtækið fékk frá þvingunaraðgerðunum í sumar. Kaufmann greiddi ekkert fé fyrir Vélfag þegar hann tók við eignarhaldi á því í maí. Ekkert fé skipti heldur um hendur þegar Vélfag fór úr beinni eigu Norebo árið 2023. Rússneska félagið áfram með yfirráð þrátt fyrir tilfærslu Norebo eignaðist rúmlega helmingshlut í Vélfagi í gegnum evrópskt dótturfélag sitt, Norebo Overseas Holding, í desember árið 2021. Eigandi Norebo JSC er Vitalí Orlov, rússneskur auðkýfingur. Sonur hans Nikita, sem er norskur ríkisborgari, stýrir Norebo Overseas Holding en það er í 100 prósent eigu rússneska móðurfélagsins. Hlutir Norebo Overseas Holding í Vélfagi voru fluttir inn í félagið Titania Trading Limited, sem er skráð í Hong Kong, í júlí árið 2023. Nikita Orlov var eigandi þess. Vitalí Orlov, eigandi Norebo JSC í Rússlandi. Félagið er talið eiga skip í skuggaflota Rússa. Utanríkisráðuneytið telur Norebo enn geta haft yfirráð í Vélfagi.Vísir/Getty Kaupverðið sem kveðið var á um í samningi Norebo Overseas og Titania nam tólf milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Hvorki var hins vegar kveðið á um gjalddaga eða skilmála greiðslu að öðru leyti en að Norebo gæfi út kröfu og að hún væri án vaxta. Ekki var greitt fyrir hlutina með fjármunum heldur sögðust Orlov-feðgar hafa gengið frá viðskiptunum með gagnkvæmu uppgjöri sín á milli. Utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa verið lagt fram sem staðfesti þetta. Það telur skilmála sölunnar ekki hafa verið eðlilega viðskiptahætti. Þeir bendi til þess að Norebo JSC hefði á þessum tímapunkti áfram getað farið með yfirráð í Vélfagi í gegnum Norebo Overseas sem raunverulegur eigandi þess. Mánuði eftir viðskiptin keypti Titania fleiri hluti í Vélfagi og hefur síðan átt 81,2 prósent hltuafjár fyrirtækisins. Kaupverðið brot af verði minni hlutar tveimur árum fyrr Kemur þá að þætti Ivans Kaufmann, núverandi eiganda Titania og meirihlutaeiganda í Vélfagi. Evrópusambandið setti Norebo JSC á þvingunarlista sinn í maí. Í sama mánuði fjölluðu norrænir fjölmiðlar um hvernig rússnesk fiskiskip væru hluti af rússneska skuggaflotunum. Aðeins fjórum dögum áður en ESB setti Norebo á listann keypti Kaufmann allt hlutafé í Titania fyrir 750.000 dollara, jafnvirði rúmra 96 milljóna króna á núverandi gengi. Ivan Kaufmann, meirihlutaeigandi Vélfags. Sú upphæð var víðsfjarri þeim tæpu 1,8 milljörðum króna sem var uppgefið kaupverð í viðskiptum Titnia og Norebo Overseas tveimur árum fyrr, sérstaklega þegar haft er í huga að Titania keypti 54,5 prósent hlut Norebo í Vélfagi en Kaufmann keypti í reynd 81,2 prósent hlutafjárins þegar hann eignaðist Titania. Það var ekki fyrr en þrettán vikum eftir viðskiptin með Titania og sex vikum eftir að Arion banki frysti fjármuni Vélfags að Kaufmann gaf þær skýringar að 750.000 dollararnir hefðu aðeins verið reiðufjárhluti viðskiptanna en þau hefðu annars farið fram með skuldsettri yfirtöku. Engar skýringar fengust á því hvers vegna gögn um þetta eðli viðskiptanna var ekki skilað inn samhliða kaupsamningi eða upplýst um lántökuna. Kaufmann og lögmaður Vélfags staðfestu báðir að kaupverðið hefði heldur ekki verið greitt. Kaupin komu upp þegar hann hélt við norskunni sinni með Orlov Fyrir utan að telja viðskiptin grunsamleg benti utanríkisráðuneytið á margvísleg tengsl Kaufmann við Orlov-feðga í gengum tíðina. Kaufmann sat þannig í stjórn sjóðsins VOS Heritage sem var skráður í Panama. Það félag hét áður Vitaly Orlov and sons. Hann hélt því sjálfur fram að hann hefði hætt í stjórninni árið 2022. Gögn frá Panama sýndu hins vegar að hann hefði ekki verið skráður úr henni fyrr en í apríl á þessu ári. Við þessu brást Kaufmann með því að að hann hefði ekki stjórn á því hvenær og hvernig úrsögn hans úr stjórninni væri skráð í Panama. Ekkert væri heldur athugavert við það jafnvel þótt hann hefði setið í stjórn sjóðsins fram á þetta ár. Við frekari eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins kom í ljós að félag sem Kaufmann stýrir hafi enn verið skráð í formennsku og stjórn VOS Heritage í október. Því var Kaufmann enn talinn tengdur félagi Orlov-feðga. Kaufmann staðfesti sjálfur að hann hefði verið í sambandið við Nikita Orlov undanfarin ár, meðal annars til þes að viðhalda norskukunnáttu sinni. Það hefði verið þannig sem samtal þeirra um kaupin á Titania hefði komið til. Þessu til viðbótar sagðist ráðuneytið hafa upplýsingar sem tengdu Kaufmann við rússnesku öryggisþjónustuna FSB í gegnum svissneskt félag sem hann stýrði. Rík tengsl Alfreðs við Norebo Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, var einnig talinn hafa rík tengsl við Norebo. Hann er eigandi skipahönnunarfélagsins Nautic sem hefur töluverða starfsemi í Rússlandi í gegnum dótturfélag þar. Norebo hefur verið stór viðskiptavinur Nautic í Rússlandi. Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags.Vélfag Máli sínu til stuðnings vísaði ráðuneytið einnig til þess að Alfreð hefði verið skipaður í stjórn og stjórnarformaður Vélfags þegar Nikita Orlov fór með meirihluta hlutafjár í gegnum Titania í fyrra. Vélfag óskaði eftir því í sumar við ráðuneytið að fá að setja Nautic, félag Alfreðs, á lista yfir fyrirtæki sem það mætti eiga í reglubundum viðskiptum við þrátt fyrir þvingunaraðgerðirnar. Því var hafnað vegna hættu á hagsmunaárekstrum, sýndarviðskiptum og skorti á gagnsæi vegna þess að Alfreð sæti beggja vegna borðsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Rússland Evrópusambandið Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Sjá meira