Lífið

Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettis­götu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Nína Björk og Aron hafa búið sér og börnum sínum fjórum afar fallegt heimili.
Nína Björk og Aron hafa búið sér og börnum sínum fjórum afar fallegt heimili.

Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna.

Um er að ræða fallegt 243 fermetra einbýlishús á þremur hæðum steinsnar frá hringiðu mannlífsins í miðborg Reykjavíkur.

Heimili hjónanna er innréttað á afar smekklegan máta þar sem fagurfræði, listaverk, litagleði og rómantískur stíll setja sterkan svip á eignina og ljá því einstakan karakter.

Komið er inn í parketlagt anddyri með stórum fataskáp og gestasnyrtingu. Aðalhæðin er opin og björt með setustofu, rúmgóðri stofu og eldhúsi. Í setustofunni er ný kamína. Eldhúsið er með ljósgrárri innréttingu með gylltum höldum, rúmgóðri eyju og stórri gaseldavél.

Frá anddyrinu liggur dúklagður stigi upp á efri hæð. Þar er rúmgóð hjónasvíta með sér fataherbergi, barnaherbergi og baðherbergi með baðkari.

Í kjallaranum er notalegt sjónvarpsrými og svefnherbergi með parketi á gólfi og loft klætt viðarfjölum sem gefa rýminu mikinn karakter.

Eignin telur alls sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Í bakgarðinum er skúr sem skráður er sem geymsla en hefur verið leigður út sem stúdíóíbúð.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.