Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2025 11:05 Alice og Ellen Kessler dönsuðu um allan heim, léku í kvikmyndum, sungu í Eurovision og komu fram í sjónvarpi. Getty Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty
Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira