Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2025 09:17 Fyrirkomulag markaða hefur afgerandi áhrif á kjör neytenda, bæði hvað varðar verðlagningu og aðgengi að vörum og þjónustu. Þegar samkeppni er takmörkuð, hvort sem það er vegna fákeppni, einokunar eða samráðs meðal fyrirtækja, getur það leitt til lakari niðurstöðu fyrir almenning en ella. Saga og samtími á Íslandi bjóða upp á mörg dæmi um þetta, allt frá dreifingu kvikmynda til smásölu og veðmálaþjónustu. Seinkaðar kvikmyndasýningar og miðaverð Fyrir nokkrum áratugum var íslenskur kvikmyndamarkaður með þeim hætti að nýjustu erlendu bíómyndirnar bárust ekki til landsins fyrr en löngu eftir frumsýningu erlendis. Sumir minnast þess jafnvel að hafa ferðast til útlanda gagngert til að sjá nýjar kvikmyndir. Ástæðan fyrir þessari stöðu var meðal annars samstarf innlendra kvikmyndahúsaeigenda, sem í gegnum félag sitt skiptu með sér umboðum fyrir erlenda framleiðendur. Þetta fyrirkomulag dró úr samkeppni um sýningarréttinn og leiddi til þess að myndir voru almennt tveggja til þriggja ára gamlar þegar þær loks komu í bíó á Íslandi. Ríkissjónvarpið sýndi svo sjaldan myndir sem voru yngri en fimmtán ára. Almenningur sætti sig við þessar tafir, enda var sú skýring oft gefin að innkaup á sýningarrétti nýrra mynda væru kostnaðarsöm. Það sem hins vegar fór lægra var að samkomulag kvikmyndahúsaeigenda kom í veg fyrir raunverulega samkeppni. Því endurspeglaði miðaverðið ekki endilega kostnað, heldur frekar skort á samkeppnislegu aðhaldi sem hefði getað þrýst verði niður og flýtt fyrir sýningum. Einokun, heildsala og smásöluálagning Svipað mynstur má sjá í öðrum geirum þar sem samkeppni er takmörkuð. Einokunarverslanir ríkisins með áfengi eru reknar með afar lágri smásöluálagningu, 12–18%, sem hefur ekkert með vöruverð til neytenda að gera. Þar sem stofnuninni er gert að versla við fáa innlenda heildsala í stað þess að flytja inn vörur beint verður heildsöluálagningin hærri en ella. Í slíkum tilfellum er ávinningurinn af lágri smásöluálagningu þegar horfinn áður en varan kemur í hillurnar. Innlend veðmál og erlend samkeppni Í dag má sjá merki um svipaða þróun á veðmálamarkaði. Nokkur innlend fyrirtæki í þessum geira eiga í harðri samkeppni við stóra, erlenda þjónustuveitendur. Í þeirri baráttu hefur því verið haldið fram að erlendu fyrirtækin starfi ólöglega, jafnvel þótt mörg þeirra séu með gild starfsleyfi í sínum heimalöndum og sum hver skráð á hlutabréfamarkað. Það er vel þekkt staðreynd að í fjárhættuspilum hefur rekstraraðilinn, eða „húsið“, alltaf forskot til lengri tíma litið. Munurinn liggur hins vegar í vinningshlutföllum, eða hversu stór hluti af veðjuðu fé er greiddur aftur til spilara. Á samkeppnismarkaði þar sem margir aðilar keppa um hylli viðskiptavina er líklegt að þessi hlutföll séu hagstæðari fyrir neytendur. Þegar innlendir aðilar bjóða upp á umtalsvert lakari vinningshlutföll en það sem þekkist á alþjóðlegum markaði má færa rök fyrir því að neytendur sem velja þá kosti fái minna fyrir peninginn. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort röksemdir um meint ólögmæti erlendra samkeppnisaðila hafi tilætluð áhrif á þann hóp neytenda sem kýs að nýta sér þjónustu með lakari kjörum. Fjárhættuspil hefur verið skilgreint sem skattur á heimsku og hugsanlega virkar hræðsluáróður á þá heimskustu enda vísar orðið heimska til þeirra sem alltaf sátu heima, nokkuskonar andstaða við orðatiltækið vits er þörf þeim er víða ratar. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirkomulag markaða hefur afgerandi áhrif á kjör neytenda, bæði hvað varðar verðlagningu og aðgengi að vörum og þjónustu. Þegar samkeppni er takmörkuð, hvort sem það er vegna fákeppni, einokunar eða samráðs meðal fyrirtækja, getur það leitt til lakari niðurstöðu fyrir almenning en ella. Saga og samtími á Íslandi bjóða upp á mörg dæmi um þetta, allt frá dreifingu kvikmynda til smásölu og veðmálaþjónustu. Seinkaðar kvikmyndasýningar og miðaverð Fyrir nokkrum áratugum var íslenskur kvikmyndamarkaður með þeim hætti að nýjustu erlendu bíómyndirnar bárust ekki til landsins fyrr en löngu eftir frumsýningu erlendis. Sumir minnast þess jafnvel að hafa ferðast til útlanda gagngert til að sjá nýjar kvikmyndir. Ástæðan fyrir þessari stöðu var meðal annars samstarf innlendra kvikmyndahúsaeigenda, sem í gegnum félag sitt skiptu með sér umboðum fyrir erlenda framleiðendur. Þetta fyrirkomulag dró úr samkeppni um sýningarréttinn og leiddi til þess að myndir voru almennt tveggja til þriggja ára gamlar þegar þær loks komu í bíó á Íslandi. Ríkissjónvarpið sýndi svo sjaldan myndir sem voru yngri en fimmtán ára. Almenningur sætti sig við þessar tafir, enda var sú skýring oft gefin að innkaup á sýningarrétti nýrra mynda væru kostnaðarsöm. Það sem hins vegar fór lægra var að samkomulag kvikmyndahúsaeigenda kom í veg fyrir raunverulega samkeppni. Því endurspeglaði miðaverðið ekki endilega kostnað, heldur frekar skort á samkeppnislegu aðhaldi sem hefði getað þrýst verði niður og flýtt fyrir sýningum. Einokun, heildsala og smásöluálagning Svipað mynstur má sjá í öðrum geirum þar sem samkeppni er takmörkuð. Einokunarverslanir ríkisins með áfengi eru reknar með afar lágri smásöluálagningu, 12–18%, sem hefur ekkert með vöruverð til neytenda að gera. Þar sem stofnuninni er gert að versla við fáa innlenda heildsala í stað þess að flytja inn vörur beint verður heildsöluálagningin hærri en ella. Í slíkum tilfellum er ávinningurinn af lágri smásöluálagningu þegar horfinn áður en varan kemur í hillurnar. Innlend veðmál og erlend samkeppni Í dag má sjá merki um svipaða þróun á veðmálamarkaði. Nokkur innlend fyrirtæki í þessum geira eiga í harðri samkeppni við stóra, erlenda þjónustuveitendur. Í þeirri baráttu hefur því verið haldið fram að erlendu fyrirtækin starfi ólöglega, jafnvel þótt mörg þeirra séu með gild starfsleyfi í sínum heimalöndum og sum hver skráð á hlutabréfamarkað. Það er vel þekkt staðreynd að í fjárhættuspilum hefur rekstraraðilinn, eða „húsið“, alltaf forskot til lengri tíma litið. Munurinn liggur hins vegar í vinningshlutföllum, eða hversu stór hluti af veðjuðu fé er greiddur aftur til spilara. Á samkeppnismarkaði þar sem margir aðilar keppa um hylli viðskiptavina er líklegt að þessi hlutföll séu hagstæðari fyrir neytendur. Þegar innlendir aðilar bjóða upp á umtalsvert lakari vinningshlutföll en það sem þekkist á alþjóðlegum markaði má færa rök fyrir því að neytendur sem velja þá kosti fái minna fyrir peninginn. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort röksemdir um meint ólögmæti erlendra samkeppnisaðila hafi tilætluð áhrif á þann hóp neytenda sem kýs að nýta sér þjónustu með lakari kjörum. Fjárhættuspil hefur verið skilgreint sem skattur á heimsku og hugsanlega virkar hræðsluáróður á þá heimskustu enda vísar orðið heimska til þeirra sem alltaf sátu heima, nokkuskonar andstaða við orðatiltækið vits er þörf þeim er víða ratar. Höfundur er eigandi Sante.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun