Atvinnulíf

Ekki grínast um upp­sagnir, hnýsast um sam­tölin eða bak­tala

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Fréttum af uppsögnum í atvinnulífinu hefur fjölgað undanfarið. Þá er gott að vera meðvituð um það hvernig við styðjum við samstarfsólkið okkar sem missti vinnuna; hvað við eigum að segja/gera og hvað ekki.
Fréttum af uppsögnum í atvinnulífinu hefur fjölgað undanfarið. Þá er gott að vera meðvituð um það hvernig við styðjum við samstarfsólkið okkar sem missti vinnuna; hvað við eigum að segja/gera og hvað ekki. Vísir/Getty

Það kólnar í hagkerfinu og við erum að sjá tíðari fréttir um uppsagnir í atvinnulífinu. Því miður. Þessu tengdu hefur Atvinnulífið fengið ýmiss góð ráð frá sérfræðingum.

Sem mæla með því að fyrst og fremst séum við að vanda okkur við að hlusta á fólk sem er nýbúið að missa vinnuna. Ekki að bjóða fram lausnir.

Spyrja til dæmis: Hvernig líður þér? 

Og vanda okkur við hlusta á svarið.

Stinga upp á að hittast – sýna að þú viljir halda áfram að rækta sambandið. En aftur: Leggja áherslu á að hlusta á viðkomandi. Sumir hafa til dæmis þörf fyrir að ræða atvinnumissinn eða atvinnuleitina. Á meðan aðrir vilja hittast og langar að fá „frí“ frá þeirri umræðu.

Fleiri góð ráð má lesa í viðtali sem Atvinnulífið tók fyrir stuttu við Hilju Guðmundsdóttur ráðgjafa og sérfræðingi í mannauðsstjórnun hjá Mental ráðgjöf.

Hér eru líka nokkur dæmi um það sem við eigum ekki að segja við fólk sem er nýbúið að fá reisupassann.

  • Ertu ekki að grínast?
  • Þú ert svo frábær, ég er viss um að þú fáir aðra vinnu strax
  • Er þetta ekki bara tækifæri til að gera eitthvað nýtt?
  • Jæja, þú þarft þá alla vega ekki að hanga hérna lengur…
  • Fáránlegt að láta besta fólkið fara fyrst …. (ekki dæma, ekki persónugera)

Í grein sem Business Insider birti er líka mælt með því að fólk grínist ekki með stöðuna. Segi óviðeigandi hluti eins og ,,jæja, þú getur þá alla vega farið að sofa út…“ Að fá uppsögn er ekkert til að grínast með.

Í sömu grein er mælt með því að fólk fari ekki að forvitnast um það hvernig samtalið fór fram; uppsögnin sjálf. Virðum það samtal sem einkamál fólks og leyfum fólki að stjórna því sjálft, hvað það vill segja okkur og hvað ekki. Hnýsni á einfaldlega ekki við.

Það sama á við um baktal. Ekki falla í þá gryfju að baktala vinnuveitandann eða yfirmanninn sem sagði viðkomandi upp. Baktal er aldrei í lagi. Allra síst þegar staðan er þannig að þú ætlar þér að starfa áfram á vinnustaðnum.


Tengdar fréttir

Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt

Það er svo mikið talað um hversu erfitt það er fyrir fólk eftir fimmtugt að fá vinnu, að eflaust þora sumir á þessum aldri ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda að segja upp í vinnunni sinni. Þótt fólk sé kannski orðið dauðþreytt á starfinu og dreymir alla daga um eitthvað annað.

Að sækja um starf eftir uppsögn

Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að.

Vinnustaður í kjölfar uppsagna

Eins og eðlilegt er, eru fyrstu viðbrögðin okkar þegar uppsagnir eru á vinnustað að hugsa um það samstarfsfólk okkar sem var rétt í þessu að missa vinnuna. Við upplifum samkenndina og umhyggjuna. Vonum það besta fyrir viðkomandi í atvinnuleitinni framundan. Þegar ein dyr lokast opnast aðrar ekki satt?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×