Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 07:02 Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar