Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 22:43 Ef allt gengur að óskum mun Elon Musk, auðugasti maður heims, verða mun auðugri á næstu árum. AP/Evan Vucci Hluthafar Tesla hafa samþykkt stærðarinnar launapakka handa Elon Musk, auðugasta manni heims. Pakkinn gæti gert hann allt að 122 billjónum króna auðugri á næsta áratug en það fer eftir því hversu vel honum gengur að stýra fyrirtækinu. Musk er þegar stærsti hlutafjáreigandi Tesla en hann á um fimmtán prósent í félaginu. En þessi nýi pakki felur í sér að hann fær töluvert meira af hlutabréfum í Tesla, í tólf áföngum, ef honum gengur vel. Hluthafar sem eiga meira en 75 prósent af hlutabréfum Tesla samþykktu launapakkann. Samkvæmt Wall Street Journal myndi Musk fá fleiri hluti í Tesla í tólf áföngum á næstu árum og myndi hann þá eiga um fjórðung í félaginu. Sú sviðsmynd veltur þó meðal annars á því að markaðsvirði Tesla fari í 8,5 billjónir dala (8.500.000.000.000). Tesla er núna metið á 1,5 billjónir dala. Stjórn Tesla hafði sagt pakkanum ætlað að hvetja Musk til að umbreyta félaginu. Auk þess að framleiða rafmagnsbíla eigi það að framleiða sjálfkeyrandi bíla, sjálfstýrða leigubíla og vélmenni. Fyrri pakki dæmdur ólöglegur Musk hefur að miklu leyti starfað launalaust fyrir Tesla á undanförnum árum eftir að umfangsmikill kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 var dæmdur ólöglegur. Vörumerkið Tesla hefur beðið mikla hnekki af bandalagi Musks við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vinstri sinnað fólk í Bandaríkjunum og í Evrópu dró úr kaupum á bílum frá Tesla og það sama gerðist á hægri vængnum í Bandaríkjunum, þegar allt fór í háaloft milli Musks og Trumps. Þá hefur Musk einnig verið upptekinn við að reka xAI og SpaceX, auk annarra fyrirtækja hans. Sjá einnig: Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Eftir að pakkinn var samþykktur steig Musk á svið á fundi hluthafa Tesla og sagði að með ákvörðun þeirra hefðu þeir ekki verið að opna nýjan kafla í sögu félagsins, heldur hefðu þeir verið að opna nýja bók. Musk hafði hótað því að hætta að reka það ef pakkinn yrði ekki samþykktur. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal sagði Musk að hann vildi eiga svo stóran hlut í félaginu að hann gæti tryggt að „vélmennaherinn“ sem hann væri að þróa endaði ekki í röngum höndum. Hann sagðist einnig ekki vilja eiga svo stóran hlut að ekki væri hægt að reka hann ef hann missti vitið. Allir muni vilja eiga vélmenni frá Tesla Eftir að pakkinn var samþykktur sagðist Musk einnig vera sannfærður um það að vélmenni Tesla, sem kallast nú Optimus, í höfuð Optimus Prime, yrði mögulega „stærsta vara allra tíma“, svo miklu munaði. Allir myndu vilja eiga vélmenni frá Tesla á komandi árum. Hann sagði að félagið myndi selja tugi milljarða þessara vélmenna. Tugir milljarða af þessum vélmennum yrðu seld. Þá sagði Musk að öryggi yrði mikilvægt og gaf til kynna að hann vildi ekki að þetta ferli endaði með því að vélmennin tækju yfir jörðina með því að vísa til kvikmyndar eftir James Cameron, sem er væntanlega Terminator. Til að koma þessu ferli í gang sagði Musk að Tesla myndi fara í einhverja stærstu uppbyggingu sögunnar og reisa stærðarinnar verksmiðjur, sem framleiða eigi þessi vélmenni. Markmiðið væri að framleiða hundrað milljón vélmenni á ári og sagði að kannski myndi það enda í einum milljarði á hverju ári. Hann sagði að framleiðsla á rafmagnsbílum yrði einnig aukin töluvert. Áhugasamir geta horft á hluthafafundinn og ávarp Musks í spilaranum hér að neðan. Livestream starts at 3pm CT https://t.co/9Yr2g0z0Fa— Tesla (@Tesla) November 6, 2025 Tesla Elon Musk Bandaríkin Tækni Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Musk er þegar stærsti hlutafjáreigandi Tesla en hann á um fimmtán prósent í félaginu. En þessi nýi pakki felur í sér að hann fær töluvert meira af hlutabréfum í Tesla, í tólf áföngum, ef honum gengur vel. Hluthafar sem eiga meira en 75 prósent af hlutabréfum Tesla samþykktu launapakkann. Samkvæmt Wall Street Journal myndi Musk fá fleiri hluti í Tesla í tólf áföngum á næstu árum og myndi hann þá eiga um fjórðung í félaginu. Sú sviðsmynd veltur þó meðal annars á því að markaðsvirði Tesla fari í 8,5 billjónir dala (8.500.000.000.000). Tesla er núna metið á 1,5 billjónir dala. Stjórn Tesla hafði sagt pakkanum ætlað að hvetja Musk til að umbreyta félaginu. Auk þess að framleiða rafmagnsbíla eigi það að framleiða sjálfkeyrandi bíla, sjálfstýrða leigubíla og vélmenni. Fyrri pakki dæmdur ólöglegur Musk hefur að miklu leyti starfað launalaust fyrir Tesla á undanförnum árum eftir að umfangsmikill kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 var dæmdur ólöglegur. Vörumerkið Tesla hefur beðið mikla hnekki af bandalagi Musks við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vinstri sinnað fólk í Bandaríkjunum og í Evrópu dró úr kaupum á bílum frá Tesla og það sama gerðist á hægri vængnum í Bandaríkjunum, þegar allt fór í háaloft milli Musks og Trumps. Þá hefur Musk einnig verið upptekinn við að reka xAI og SpaceX, auk annarra fyrirtækja hans. Sjá einnig: Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Eftir að pakkinn var samþykktur steig Musk á svið á fundi hluthafa Tesla og sagði að með ákvörðun þeirra hefðu þeir ekki verið að opna nýjan kafla í sögu félagsins, heldur hefðu þeir verið að opna nýja bók. Musk hafði hótað því að hætta að reka það ef pakkinn yrði ekki samþykktur. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal sagði Musk að hann vildi eiga svo stóran hlut í félaginu að hann gæti tryggt að „vélmennaherinn“ sem hann væri að þróa endaði ekki í röngum höndum. Hann sagðist einnig ekki vilja eiga svo stóran hlut að ekki væri hægt að reka hann ef hann missti vitið. Allir muni vilja eiga vélmenni frá Tesla Eftir að pakkinn var samþykktur sagðist Musk einnig vera sannfærður um það að vélmenni Tesla, sem kallast nú Optimus, í höfuð Optimus Prime, yrði mögulega „stærsta vara allra tíma“, svo miklu munaði. Allir myndu vilja eiga vélmenni frá Tesla á komandi árum. Hann sagði að félagið myndi selja tugi milljarða þessara vélmenna. Tugir milljarða af þessum vélmennum yrðu seld. Þá sagði Musk að öryggi yrði mikilvægt og gaf til kynna að hann vildi ekki að þetta ferli endaði með því að vélmennin tækju yfir jörðina með því að vísa til kvikmyndar eftir James Cameron, sem er væntanlega Terminator. Til að koma þessu ferli í gang sagði Musk að Tesla myndi fara í einhverja stærstu uppbyggingu sögunnar og reisa stærðarinnar verksmiðjur, sem framleiða eigi þessi vélmenni. Markmiðið væri að framleiða hundrað milljón vélmenni á ári og sagði að kannski myndi það enda í einum milljarði á hverju ári. Hann sagði að framleiðsla á rafmagnsbílum yrði einnig aukin töluvert. Áhugasamir geta horft á hluthafafundinn og ávarp Musks í spilaranum hér að neðan. Livestream starts at 3pm CT https://t.co/9Yr2g0z0Fa— Tesla (@Tesla) November 6, 2025
Tesla Elon Musk Bandaríkin Tækni Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira