Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar 6. nóvember 2025 07:33 Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði. Undanfarna daga hefur nokkur umræða átt sér stað um þessa breytingu og því jafnvel verið haldið fram að með eldri aðferð væri verðbólga umtalsvert lægri en hún mælist nú. Bæði Hagstofan og fleiri aðilar hafa bent á að þessu er ekki þannig háttað. En hvað breyttist, hvers vegna var breytingin gerð, og hvaða áhrif hefur hún? Eldri aðferðin – hvað kostar að eiga íbúðina? Eldri aðferðin er svokölluð notendakostnaðaraðferð. Mælingin byggir þá annars vegar á fasteignaverði og hins vegar raunvöxtum. Í raun leiddi þessi aðferð til þess að þessi liður vísitölunnar fylgdi fasteignaverði mjög náið. Þegar fasteignaverð rauk upp eða niður, hreyfðist húsnæðisliðurinn í VNV með, jafnvel miklu meira en raunverulegur húsnæðiskostnaður gerði. Þannig gat VNV hækkað eða lækkað af því að fasteignaverð sveiflaðist, en ekki endilega af því að kostnaðurinn sjálfur breyttist. Þessi aðferð byggði í raun á því að líta á húsnæðið sem fjárfestingu og sú nálgun skýtur nokkuð skökku við í mælingu á neysluútgjöldum Nýja aðferðin – hvað myndi kosta að leigja íbúðina? Eins og við þekkjum getur verðið á eigninni okkar sveiflast upp og niður án þess að það breyti í raun neinu um kostnaðinn við að eiga húsnæðið. Nýja aðferðin spyr því einfaldari spurningar: Hvað myndi það kosta að leigja íbúðina þína ef hún væri á leigumarkaði? Þetta er kallað húsaleiguígildi og þá er gengið út frá því að leigan endurspegli til lengri tíma kostnaðinn við að eiga húsnæðið og reka það. Með þessu komumst við nær því að mæla raunverulegan húsnæðiskostnað, sveiflur í vísitölunni verða minni og auðveldara er að skilja forsendurnar að baki breytingunum. Þetta er sú aðferð sem almennt er notuð í nágrannalöndum okkar og er talin gefa mun betri mynd af raunverulegum húsnæðiskostnaði. Hvers vegna var hægt að skipta um aðferð? Lengi hafði verið kallað eftir breytingu á þessari mælingu, en leigumarkaðurinn var áður lítill og góð gögn um hann skorti. Nú liggja hins vegar fyrir tugþúsundir virkra leigusamninga hjá opinberum aðilum og hægt er að nálgast raunverulegt leiguverð eftir stærð, staðsetningu og aldri húsa. Með þessum gögnum er hægt að meta eðlilegt „leiguígildi“ fyrir eigið íbúðarhúsnæði, mánuð fyrir mánuð. Áhrif til lengri tíma Þetta þýðir ekki að húsnæðisliðurinn lækki kerfisbundið eða hækki til lengri tíma. Ef leiga á markaði hækkar, þá hækkar reiknuð húsaleiga líka og öfugt ef leigan lækkar. Munurinn er sá að mælitalan er nú tengd raunverulegum húsnæðiskostnaði frekar en sveiflum á fasteignamarkaði. Þegar leiguverð hækkar, eins og það hefur gert undanfarið hækkar húsnæðisliðurinn um leið. En þegar fasteignaverð sveiflast hratt upp á við eins og oft gerist fara þær sveiflur ekki beint inn í vísitöluna eins og áður var. Með þessari nýju aðferð verður verðbólgumælingin rökréttari, gagnsærri og traustari en áður var. Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði. Undanfarna daga hefur nokkur umræða átt sér stað um þessa breytingu og því jafnvel verið haldið fram að með eldri aðferð væri verðbólga umtalsvert lægri en hún mælist nú. Bæði Hagstofan og fleiri aðilar hafa bent á að þessu er ekki þannig háttað. En hvað breyttist, hvers vegna var breytingin gerð, og hvaða áhrif hefur hún? Eldri aðferðin – hvað kostar að eiga íbúðina? Eldri aðferðin er svokölluð notendakostnaðaraðferð. Mælingin byggir þá annars vegar á fasteignaverði og hins vegar raunvöxtum. Í raun leiddi þessi aðferð til þess að þessi liður vísitölunnar fylgdi fasteignaverði mjög náið. Þegar fasteignaverð rauk upp eða niður, hreyfðist húsnæðisliðurinn í VNV með, jafnvel miklu meira en raunverulegur húsnæðiskostnaður gerði. Þannig gat VNV hækkað eða lækkað af því að fasteignaverð sveiflaðist, en ekki endilega af því að kostnaðurinn sjálfur breyttist. Þessi aðferð byggði í raun á því að líta á húsnæðið sem fjárfestingu og sú nálgun skýtur nokkuð skökku við í mælingu á neysluútgjöldum Nýja aðferðin – hvað myndi kosta að leigja íbúðina? Eins og við þekkjum getur verðið á eigninni okkar sveiflast upp og niður án þess að það breyti í raun neinu um kostnaðinn við að eiga húsnæðið. Nýja aðferðin spyr því einfaldari spurningar: Hvað myndi það kosta að leigja íbúðina þína ef hún væri á leigumarkaði? Þetta er kallað húsaleiguígildi og þá er gengið út frá því að leigan endurspegli til lengri tíma kostnaðinn við að eiga húsnæðið og reka það. Með þessu komumst við nær því að mæla raunverulegan húsnæðiskostnað, sveiflur í vísitölunni verða minni og auðveldara er að skilja forsendurnar að baki breytingunum. Þetta er sú aðferð sem almennt er notuð í nágrannalöndum okkar og er talin gefa mun betri mynd af raunverulegum húsnæðiskostnaði. Hvers vegna var hægt að skipta um aðferð? Lengi hafði verið kallað eftir breytingu á þessari mælingu, en leigumarkaðurinn var áður lítill og góð gögn um hann skorti. Nú liggja hins vegar fyrir tugþúsundir virkra leigusamninga hjá opinberum aðilum og hægt er að nálgast raunverulegt leiguverð eftir stærð, staðsetningu og aldri húsa. Með þessum gögnum er hægt að meta eðlilegt „leiguígildi“ fyrir eigið íbúðarhúsnæði, mánuð fyrir mánuð. Áhrif til lengri tíma Þetta þýðir ekki að húsnæðisliðurinn lækki kerfisbundið eða hækki til lengri tíma. Ef leiga á markaði hækkar, þá hækkar reiknuð húsaleiga líka og öfugt ef leigan lækkar. Munurinn er sá að mælitalan er nú tengd raunverulegum húsnæðiskostnaði frekar en sveiflum á fasteignamarkaði. Þegar leiguverð hækkar, eins og það hefur gert undanfarið hækkar húsnæðisliðurinn um leið. En þegar fasteignaverð sveiflast hratt upp á við eins og oft gerist fara þær sveiflur ekki beint inn í vísitöluna eins og áður var. Með þessari nýju aðferð verður verðbólgumælingin rökréttari, gagnsærri og traustari en áður var. Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar