Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2025 19:01 Húsnæði Landsbanka Íslands við Hörputorg. Vísir/Anton Brink Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Það var á föstudaginn síðastliðinn sem Landsbankinn uppgötvaði að háum upphæðum hafði verið stolið af bankanum. Reiknistofa bankanna hefur upplýst að við uppfærslu á kerfum stofnunarinnar hafi skapast tímabundinn veikleiki sem hafi orðið til þess að við tilteknar aðstæður millifærðu nokkrir einstaklingar fjármuni af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar. Sá yngsti rétt yfir tvítugt Mennirnir fimm sem voru handteknir eru á þrítugs- og fertugsaldri en yngsti sakborningurinn er rétt yfir tvítugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu búa þeir ekki yfir sérfræðiþekkingu sem gerði þeim kleift að notfæra sér tímabundna veikleikann. Sakborningarnir eru búsettir hérlendis og eru ýmist íslenskir eða erlendir ríkisborgarar. Í gær kom fram að mennirnir höfðu í heildina svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum. Þar af voru tíu milljónir frá Arion banka en um 390 milljónir frá Landsbankanum. Bankinn gat strax fryst um 190 milljónir og takmarkað tjónið við 200 milljónir. Eins og stendur er búið að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema samtals um 250 milljónum. Lagt hefur verið hald á fimm bíla sem eru samtals fjörutíu milljóna króna virði en þar á meðal eru glæsilegir sportbílar. Lögreglan vinnur enn að því að endurheimta fjármuni Millifærðu endurtekið Svo virðist sem fjársvikin hafi farið þannig fram að mennirnir millifærðu endurtekið á milli eigin reikninga innan takmarkaðs tímaglugga yfir nokkurra daga skeið á meðan uppfærsla á kerfum Reiknisstofu bankanna stóð yfir. Villan virðist hafa valdið því að mönnunum var kleift að margfalda upprunalega upphæð sína. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist hafa fengið málið á sitt borð um hádegisbil á laugardag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ráðist í handtökur fyrir hádegi á sunnudaginn og sólarhring síðar var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fimm. Héraðsdómur hafnaði beiðni lögreglu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Þar virðist hafa skipt sköpum að erfitt var fyrir lögreglu að rökstyðja að rannsóknarhagsmunir væru í húfi enda allar millifærslur milli reikninga skráðar og búið að koma í veg fyrir möguleikann á að svíkja enn meira fé frá bönkunum. Meðal þess sem lögreglan rannsakar er hvernig mennirnir tengjast og hvort um skipulagt brot hafi verið að ræða. Hafi ekki átt vitorðsmann Í svörum frá Reiknistofu bankanna til fréttastofu vegna málsins segir að ljóst sé að nokkrir aðilar hafi með illum ásetningi náð að misnota kerfi stofunnar sem hafi verið með tímabundinn veikleika. „Um var að ræða veikleika í hugbúnaði sem við notum. Ekki var um svokallaða hökkun að ræða heldur misnotkun á kerfunum. Um leið og við fengum vitneskju um svik var komið í veg fyrir veikleikann og höfum við tryggt að þetta atvik muni ekki endurtaka sig.“ Segir í svörunum að Reiknistofan leggi mikið upp úr góðum undirbúningi fyrir allar uppfærslur kerfa. og er ávallt reynt að sjá fyrir margar ólíkar sviðsmyndir. „Í þessu tilfelli náðum við ekki að koma í veg fyrir þennan veikleika tímanlega og hörmum það. RB hefur rekið kerfi fyrir fjármálakerfið í áratugi með góðum árangri. Raunveruleikinn er þó sá að netárásir og svik eru stöðugt að aukast og því höldum við áfram að efla svikavarnir og okkar viðbragðsferli. Það er rétt að taka fram að það er ekkert sem bendir til þess að svikararnir hafi átt viðorðsmann hjá RB.“ Netöryggi Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Það var á föstudaginn síðastliðinn sem Landsbankinn uppgötvaði að háum upphæðum hafði verið stolið af bankanum. Reiknistofa bankanna hefur upplýst að við uppfærslu á kerfum stofnunarinnar hafi skapast tímabundinn veikleiki sem hafi orðið til þess að við tilteknar aðstæður millifærðu nokkrir einstaklingar fjármuni af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar. Sá yngsti rétt yfir tvítugt Mennirnir fimm sem voru handteknir eru á þrítugs- og fertugsaldri en yngsti sakborningurinn er rétt yfir tvítugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu búa þeir ekki yfir sérfræðiþekkingu sem gerði þeim kleift að notfæra sér tímabundna veikleikann. Sakborningarnir eru búsettir hérlendis og eru ýmist íslenskir eða erlendir ríkisborgarar. Í gær kom fram að mennirnir höfðu í heildina svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum. Þar af voru tíu milljónir frá Arion banka en um 390 milljónir frá Landsbankanum. Bankinn gat strax fryst um 190 milljónir og takmarkað tjónið við 200 milljónir. Eins og stendur er búið að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema samtals um 250 milljónum. Lagt hefur verið hald á fimm bíla sem eru samtals fjörutíu milljóna króna virði en þar á meðal eru glæsilegir sportbílar. Lögreglan vinnur enn að því að endurheimta fjármuni Millifærðu endurtekið Svo virðist sem fjársvikin hafi farið þannig fram að mennirnir millifærðu endurtekið á milli eigin reikninga innan takmarkaðs tímaglugga yfir nokkurra daga skeið á meðan uppfærsla á kerfum Reiknisstofu bankanna stóð yfir. Villan virðist hafa valdið því að mönnunum var kleift að margfalda upprunalega upphæð sína. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist hafa fengið málið á sitt borð um hádegisbil á laugardag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ráðist í handtökur fyrir hádegi á sunnudaginn og sólarhring síðar var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fimm. Héraðsdómur hafnaði beiðni lögreglu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Þar virðist hafa skipt sköpum að erfitt var fyrir lögreglu að rökstyðja að rannsóknarhagsmunir væru í húfi enda allar millifærslur milli reikninga skráðar og búið að koma í veg fyrir möguleikann á að svíkja enn meira fé frá bönkunum. Meðal þess sem lögreglan rannsakar er hvernig mennirnir tengjast og hvort um skipulagt brot hafi verið að ræða. Hafi ekki átt vitorðsmann Í svörum frá Reiknistofu bankanna til fréttastofu vegna málsins segir að ljóst sé að nokkrir aðilar hafi með illum ásetningi náð að misnota kerfi stofunnar sem hafi verið með tímabundinn veikleika. „Um var að ræða veikleika í hugbúnaði sem við notum. Ekki var um svokallaða hökkun að ræða heldur misnotkun á kerfunum. Um leið og við fengum vitneskju um svik var komið í veg fyrir veikleikann og höfum við tryggt að þetta atvik muni ekki endurtaka sig.“ Segir í svörunum að Reiknistofan leggi mikið upp úr góðum undirbúningi fyrir allar uppfærslur kerfa. og er ávallt reynt að sjá fyrir margar ólíkar sviðsmyndir. „Í þessu tilfelli náðum við ekki að koma í veg fyrir þennan veikleika tímanlega og hörmum það. RB hefur rekið kerfi fyrir fjármálakerfið í áratugi með góðum árangri. Raunveruleikinn er þó sá að netárásir og svik eru stöðugt að aukast og því höldum við áfram að efla svikavarnir og okkar viðbragðsferli. Það er rétt að taka fram að það er ekkert sem bendir til þess að svikararnir hafi átt viðorðsmann hjá RB.“
Netöryggi Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira