Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 31. október 2025 21:25 Stjarnan og Tindastól léku um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Tindastóll komst aftur á sigurbraut í Bónus deildinni í körfubolta með sigri á Stjörnunni 96-95. Stjörnumenn eru í smábrasi en þeir hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum deildarinnar. Stólarnir byrjuðu betur hérna í kvöld og skoruðu fyrstu stig kvöldsins. Stjarnan svaraði fyrir og fór Orri Gunnarsson fyrir sínum mönnum. Hann skoraði fyrstu 6 stig sinna manna og hóf 11-0 sprett fyrir þá. Tindstóls menn hrukku í gang og Dedrick Basile fór fyrir sínum mönnum og Tindastóll snéri þessu aftur sér í vil og skoraði allskyns körfur. Stólarnir leiddu að fyrsta leikhluta loknum 29-24. Stjarnan skoraði fyrstu stig annars leikhluta en Tindastóls strákarnir voru í vígahug eftir tapið í vor. Taiwo Badmus minnti á sig og skoraði af vild. Hann fékk ágætishjálp frá Arnari Björnssyni og Davis Geks. Tindastóll setti upp skotsýningu og reif sig frá Sjörnunni sem átti fá svör og Tindastóll skoraði 34 stig í fjórðungnum á mót 15 Stjörnustigum og leiddi í hálfleik 63-39. Stólarnir byrjuðu af krafti þriðja leikhlutann en Stjarnan tók svo yfir og fór að sulla körfum á Stólana. Luka Gasic snögghitnaði og skoraði þrjár þriggja stiga körfur og Tindastóll fór aðeins að hiksta. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 78-67. Stjarnan hélt áfram í fjórða leikhluta að éta niður forskot Tindastóls. Luka Gasic hélt áfram að leika heimamenn grátt og fékk ágætist hjálp frá Giannis Agravanis og Seth LeDay kom með helling að borðinu líka. Stjarnan náði að jafna leikinn 89-89 þegar lítið var eftir af leiknum. Luka skoraði og kom Stjörnunni yfir þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll tók leikhlé og Seth LeDay braut á Arnari og hann fékk tvö víti sem hann nýtti bæði sem tryggði Tindastól sigurinn hérna í kvöld, 96-95. Atvik leiksins Vítin tvö sem Arnar setti niður í lokin sem tryggði þetta fyrir Tindastól. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus og Arnar Björnsson frábærir í liði Tindastóls í dag. Luka Gasic var svakalega öflugur í seinni hálfleiknum. Seth LeDay og Pablo Bertoni í Stjörnunni hafa átt betri daga. Dómararnir Þeir stóðu sig vel og nelgdu stóru ákvarðanir. Stemning og umgjörð Það var svokölluð playoffs stemning í Síkinu í kvöld. Staðið nánast allan hringinn og þétt setið í stúkunni. Viðtöl Sigtryggur Arnar: „Sem betur fer sluppum við“ „Þetta var miklu jafnari leikur en við áttum von á eftir fyrri hálfleik. Þeir gerðu bara mjög vel í seinni hálfleik. Bættu í ákefðina varnarlega en sem betur fer sluppum við með sigur,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson, hetja Stólanna. En hvað gerðist eiginlega í seinni hálfleik? „Þeir breyta vörninni aðeins, fara meira í skiptivörn og loka öllum leiðum að körfunni. Þannig verður stirður sóknarleikur hjá okkur. Svo eru þeir bara að hlaupa á okkur. Við megum ekki láta þetta gerast. En ég er ánægður með stigin tvö,“ sagði Arnar. En hvað fór í gegnum hugann á vítalínunni í lokin? „Bara hitta. Maður þarf bara að einbeita sér og þá hefur maður gert þetta milljón sinnum.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari StjörnunnarVísir/Anton Brink Baldur: Hætta að gefa lúseralega orku frá sér „Þetta er svekkjandi tap en karakter að koma til baka eftir að hafa verið 27 stigum undir og mæta litlir og ekki til leiks. Það hefði verið auðvelt að brotna en strákarnir sýna að það er andlegur styrkur þarna,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar. Baldur segir Stjörnumönnum hafa tekist að breyta hugarfarinu í seinni hálfleik: „Við breyttum einhverjum hlutum varnarlega og reyndum að hægja á þessum hraða leik sem þeir voru í miklu flæði í, í fyrri hálfleik. Það tókst vel. Hitt var svo að hætta að væla og vera með litla líkamstjáningu. Gefa einhverja lúseralega orku frá sér. Þú verður að mæta með kassann úti og taka þetta á þig. Það er enginn í þessu til að leggjast í gólfið og láta spreyja yfir sig. Þetta var frábær karakter en við vorum á móti liði sem er að mínu viti besta liðið á landinu, á þeirra heimavelli. Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er bara að halda áfram,“ sagði Baldur. Stjarnan hefur eins og áður segir aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í titilvörninni. „Það eru alls konar hindranir og afsakanir sem hægt er að koma með. Við þurfum að ná upp takti þar sem við náum að tengja góða leiki og góðar æfingar, líða vel og vera heilir. Ef við náum að tengja það og vera með hópinn heilan sem við vorum með í kvöld þá getum við verið frábært körfuboltalið,“ sagði Baldur. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan
Tindastóll komst aftur á sigurbraut í Bónus deildinni í körfubolta með sigri á Stjörnunni 96-95. Stjörnumenn eru í smábrasi en þeir hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum deildarinnar. Stólarnir byrjuðu betur hérna í kvöld og skoruðu fyrstu stig kvöldsins. Stjarnan svaraði fyrir og fór Orri Gunnarsson fyrir sínum mönnum. Hann skoraði fyrstu 6 stig sinna manna og hóf 11-0 sprett fyrir þá. Tindstóls menn hrukku í gang og Dedrick Basile fór fyrir sínum mönnum og Tindastóll snéri þessu aftur sér í vil og skoraði allskyns körfur. Stólarnir leiddu að fyrsta leikhluta loknum 29-24. Stjarnan skoraði fyrstu stig annars leikhluta en Tindastóls strákarnir voru í vígahug eftir tapið í vor. Taiwo Badmus minnti á sig og skoraði af vild. Hann fékk ágætishjálp frá Arnari Björnssyni og Davis Geks. Tindastóll setti upp skotsýningu og reif sig frá Sjörnunni sem átti fá svör og Tindastóll skoraði 34 stig í fjórðungnum á mót 15 Stjörnustigum og leiddi í hálfleik 63-39. Stólarnir byrjuðu af krafti þriðja leikhlutann en Stjarnan tók svo yfir og fór að sulla körfum á Stólana. Luka Gasic snögghitnaði og skoraði þrjár þriggja stiga körfur og Tindastóll fór aðeins að hiksta. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 78-67. Stjarnan hélt áfram í fjórða leikhluta að éta niður forskot Tindastóls. Luka Gasic hélt áfram að leika heimamenn grátt og fékk ágætist hjálp frá Giannis Agravanis og Seth LeDay kom með helling að borðinu líka. Stjarnan náði að jafna leikinn 89-89 þegar lítið var eftir af leiknum. Luka skoraði og kom Stjörnunni yfir þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll tók leikhlé og Seth LeDay braut á Arnari og hann fékk tvö víti sem hann nýtti bæði sem tryggði Tindastól sigurinn hérna í kvöld, 96-95. Atvik leiksins Vítin tvö sem Arnar setti niður í lokin sem tryggði þetta fyrir Tindastól. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus og Arnar Björnsson frábærir í liði Tindastóls í dag. Luka Gasic var svakalega öflugur í seinni hálfleiknum. Seth LeDay og Pablo Bertoni í Stjörnunni hafa átt betri daga. Dómararnir Þeir stóðu sig vel og nelgdu stóru ákvarðanir. Stemning og umgjörð Það var svokölluð playoffs stemning í Síkinu í kvöld. Staðið nánast allan hringinn og þétt setið í stúkunni. Viðtöl Sigtryggur Arnar: „Sem betur fer sluppum við“ „Þetta var miklu jafnari leikur en við áttum von á eftir fyrri hálfleik. Þeir gerðu bara mjög vel í seinni hálfleik. Bættu í ákefðina varnarlega en sem betur fer sluppum við með sigur,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson, hetja Stólanna. En hvað gerðist eiginlega í seinni hálfleik? „Þeir breyta vörninni aðeins, fara meira í skiptivörn og loka öllum leiðum að körfunni. Þannig verður stirður sóknarleikur hjá okkur. Svo eru þeir bara að hlaupa á okkur. Við megum ekki láta þetta gerast. En ég er ánægður með stigin tvö,“ sagði Arnar. En hvað fór í gegnum hugann á vítalínunni í lokin? „Bara hitta. Maður þarf bara að einbeita sér og þá hefur maður gert þetta milljón sinnum.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari StjörnunnarVísir/Anton Brink Baldur: Hætta að gefa lúseralega orku frá sér „Þetta er svekkjandi tap en karakter að koma til baka eftir að hafa verið 27 stigum undir og mæta litlir og ekki til leiks. Það hefði verið auðvelt að brotna en strákarnir sýna að það er andlegur styrkur þarna,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar. Baldur segir Stjörnumönnum hafa tekist að breyta hugarfarinu í seinni hálfleik: „Við breyttum einhverjum hlutum varnarlega og reyndum að hægja á þessum hraða leik sem þeir voru í miklu flæði í, í fyrri hálfleik. Það tókst vel. Hitt var svo að hætta að væla og vera með litla líkamstjáningu. Gefa einhverja lúseralega orku frá sér. Þú verður að mæta með kassann úti og taka þetta á þig. Það er enginn í þessu til að leggjast í gólfið og láta spreyja yfir sig. Þetta var frábær karakter en við vorum á móti liði sem er að mínu viti besta liðið á landinu, á þeirra heimavelli. Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er bara að halda áfram,“ sagði Baldur. Stjarnan hefur eins og áður segir aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í titilvörninni. „Það eru alls konar hindranir og afsakanir sem hægt er að koma með. Við þurfum að ná upp takti þar sem við náum að tengja góða leiki og góðar æfingar, líða vel og vera heilir. Ef við náum að tengja það og vera með hópinn heilan sem við vorum með í kvöld þá getum við verið frábært körfuboltalið,“ sagði Baldur.