Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2025 14:31 Vísir birti þessa mynd af Íslandsmeisturum KR eftir úrslitaleikinn. Tímarit.is/Vísir KR tekur á móti ÍA í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld en félögin eru að mætast í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í meira en 25 ár. Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR í dag var sautján ára nýliði í KR-liðinu þegar liðin mættust síðast á Akranesi í efstu deild í janúar árið 2000. KR vann leikinn 71-59 og Jakob var með 2 stig og 3 fráköst. KR-ingar ætla að tileinka leikinn í kvöld einu af fjölmörgum meistaraliðum félagsins í gegnum tíðina. Heiðursgestir leiksins í kvöld eru Íslandsmeistarar karla frá árinu 1965. Í ár eru liðin sextíu ár frá þessum fyrsta Íslandsmeistaratitli KR í efstu deild í körfubolta og markaði hann algjör tímamót í ungri sögu deildarinnar því þar með hófst fjórtán ára sigurganga sem skilaði sjö Íslandsmeistaratitlum og sjö bikarmeistaratitlum til og með vorinu 1979. Vorið 1965 endaði þetta KR-lið sex ára einokun ÍR-inga á Íslandsmeistaratitlinum en úrslitin réðust í úrslitaleik um titilinn eftir að liðin enduðu jöfn með sjö sigra og eitt tap. Úrslitaleikurinn fór fram í Hálogalandi og þar höfðu KR-ingar betur, 64-54, eftir að hafa verið aðeins einu stigi yfir, 54-53, þegar ein mínúta var eftir. Stærstu stjörnur liðsins voru þeir Einar Bollason, Kolbeinn Pálsson og Gunnar Gunnarsson en bæði Guttormur Ólafsson og Hjörtur Hansson fengu líka hrós í blöðunum fyrir frammistöðu sína í úrslitaleiknum. Einar Bollason skoraði 29 stig í úrslitaleiknum, Guttormur var með 13 stig, Gunnar skoraði 8 stig, Kristinn Már Stefánsson var með 6 stig eins og Hjörtur og Kolbeinn Pálsson skoraði 2 stig. Aðrir í liðinu voru þeir Jón Otti Ólafsson, Þorvaldur G. Blöndal og Skúli Ísleifsson. Þjálfari KR-liðsins í lokaleikjum tímabilsins var Bandaríkjamaðurinn Phil Bensing en hann starfaði þá sem tæknifræðingur hjá bandaríska flughernum á Keflavíkurflugvelli. Bensing var lærður körfuboltaþjálfari og þjálfaði mikið innan bandaríska hersins. Bónus-deild karla KR ÍA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR í dag var sautján ára nýliði í KR-liðinu þegar liðin mættust síðast á Akranesi í efstu deild í janúar árið 2000. KR vann leikinn 71-59 og Jakob var með 2 stig og 3 fráköst. KR-ingar ætla að tileinka leikinn í kvöld einu af fjölmörgum meistaraliðum félagsins í gegnum tíðina. Heiðursgestir leiksins í kvöld eru Íslandsmeistarar karla frá árinu 1965. Í ár eru liðin sextíu ár frá þessum fyrsta Íslandsmeistaratitli KR í efstu deild í körfubolta og markaði hann algjör tímamót í ungri sögu deildarinnar því þar með hófst fjórtán ára sigurganga sem skilaði sjö Íslandsmeistaratitlum og sjö bikarmeistaratitlum til og með vorinu 1979. Vorið 1965 endaði þetta KR-lið sex ára einokun ÍR-inga á Íslandsmeistaratitlinum en úrslitin réðust í úrslitaleik um titilinn eftir að liðin enduðu jöfn með sjö sigra og eitt tap. Úrslitaleikurinn fór fram í Hálogalandi og þar höfðu KR-ingar betur, 64-54, eftir að hafa verið aðeins einu stigi yfir, 54-53, þegar ein mínúta var eftir. Stærstu stjörnur liðsins voru þeir Einar Bollason, Kolbeinn Pálsson og Gunnar Gunnarsson en bæði Guttormur Ólafsson og Hjörtur Hansson fengu líka hrós í blöðunum fyrir frammistöðu sína í úrslitaleiknum. Einar Bollason skoraði 29 stig í úrslitaleiknum, Guttormur var með 13 stig, Gunnar skoraði 8 stig, Kristinn Már Stefánsson var með 6 stig eins og Hjörtur og Kolbeinn Pálsson skoraði 2 stig. Aðrir í liðinu voru þeir Jón Otti Ólafsson, Þorvaldur G. Blöndal og Skúli Ísleifsson. Þjálfari KR-liðsins í lokaleikjum tímabilsins var Bandaríkjamaðurinn Phil Bensing en hann starfaði þá sem tæknifræðingur hjá bandaríska flughernum á Keflavíkurflugvelli. Bensing var lærður körfuboltaþjálfari og þjálfaði mikið innan bandaríska hersins.
Bónus-deild karla KR ÍA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira