Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2025 11:02 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Ívar Fannar Mögulega þarf að skera niður í starfsteymum landsliða Íslands í handbolta fyrir komandi stórmót vegna slæmrar fjárhagsstöðu HSÍ. Allt kapp er lagt á að svo sé ekki samkvæmt framkvæmdastjóra sambandsins. Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira