ÍR - Ár­mann 96-83 | Ný­liðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum

Pálmi Þórsson skrifar
Ármann-KR Fyrsti heimaleikur Ármanns í efstu deild í körfubolta fór fram í Laugardalshöll þegar að liðið mætti KR-ingum í Bónus deild karla 25/26
Ármann-KR Fyrsti heimaleikur Ármanns í efstu deild í körfubolta fór fram í Laugardalshöll þegar að liðið mætti KR-ingum í Bónus deild karla 25/26

Ármenningar komu í heimsókn í Breiðholtið og unnu þar ÍR, 96-83, í Bónus-deild karla í körfubolta. Ármenningar voru í leit að sínum fyrsta sigri á meðan ÍR-ingar lögðu Stjörnuna í síðustu umferð.

Leikurinn fór vel af stað og litu gestirnir mjög vel út og spiluðu glimrandi vel meðan það var eins og það væri smá ryð í heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var því 19-25 fyrir gestina sem spiluðu með miklu sjálfstrausti og var ekki að sjá að þeir væru án sigurs í deildinni.

Fremstur í flokki fór hann Bragi Guðmundsson sem skoraði hverja körfuna áreynslulaust.

Í 2. leikhluta settu ÍR-ingar í annan gír en voru samt ennþá skrefinu á eftir. Ármenningar voru einhvern vegin tilbúnir með svör við flestu. Ef það kom þristur öðru megin þá kom þristur hinu megin og þannig spilaðist 2. leikhlutinn sem endaði 47-50 fyrir Ármann.

Í þriðja leikhluta þá féll þetta eins og spilaborg hjá Ármenningum. ÍR-ingar komu út í seinni hálfleik búnir að setja í fjórða eða fimmta gír og keyrðu bara yfir gestina úr Laugardalnum. Fóru að pressa sem gerði Ármanni mjög erfitt fyrir og uppskáru auðveldar körfur hinu megin. 

Þegar Ármenningar komust síðan upp völlinn þá var eins og sjálfstraustið væri farið. ÍR-ingar komust í 10 stiga forskot og það var munurinn restina af leiknum en lokatölur 96-83. Ármenningar geta verið svekktir að hafa ekki stolið sigrinum í kvöld en vel gert hjá ÍR að loka þessum.

Atvik leiksins

Atvik leiksins er þessi 3. leikhluti í heild sinni en ÍR-ingar unnu hann 27-14 og var það munurinn á liðunum.

Einnig er vert að nefna eina troðsluna frá Zarko Jokic.

Dómarar

Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Sófus Máni Bender voru tríoið í dag og leystu þeir þetta fantavel.

Fór lítið fyrir þeim og negldu eiginlega allar ákvarðanir.

Stemming

Stemmingin í Skógarselinu er alltaf góð. Það var fámennt en mjög góðmennt í stúkunni.

Besta er að þeir sem voru að sjá um umgjörðina á leiknum að raða stólum, borðum og græja allt sem þarf að græja voru síðan mættir í stúkuna að leiða sönginn hjá Ghetto Hoolingans. Það kætti.

Stjörnur og skúrkar

Stærsta stjarnan í þessum leik var hin frábæri Jacob Falko. Hann endaði leikinn með 30 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. 60% skotnýtingu þar af 50% í þriggja stiga. Var hreint stórkostlegur.

Önnur stjarna er Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Hann tók 8 fráköst, var +18 þegar hann var inná og leiddi pressuvörnina eins og hann gerir svo frábærlega.

Skúrkurinn hjá Ármanni var Dibaji Walker en þegar það fór að ganga illa byrjaði hann að vera með kjaft og hálf gafst upp.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira