Lífið

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. 
Húsið hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. 

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Húsið er 270 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og byggt árið 1976. Heimili hjónanna er afar smekklega innréttað og hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum árum. Meðal nýlegra endurbóta er sauna-klefi á neðri hæðinni.

Aðalhæðin er opin og björt með rúmgóðu eldhúsi. Þaðan liggja nokkur þrep upp í stofu og borðstofu með stórum gluggum sem hleypa inn ríkulegri dagsbirtu. Loftið í rýminu gefur heildarmyndinni mikinn karakter þar sem viðarfjalir með svörtum listum skapa hlýlegt og nútímalegt yfirbragð.

Á gólfum eru ljósar terrazzo-flísar sem passa vel við ljósan við í forstofu, hurðum, stigaþrepum og lofti.

Samtals eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi

í kjallara er aukaíbúð með tveimur herbergjum og sérinngangi. Garðurinn við húsið er gróinn og skjólsæll með afgirtri verönd beggja megin.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.