Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 31. október 2025 07:33 Af harðneskjulegum brottrekstri 1. KÆRLEIKURINN a. Hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum tíðkast að starfsmönnum sem láta af störfum sé fylgt úr hlaði með hlýju og kærum árnaðaróskum. Þeim eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum, þeim er þökkuð hollusta og trúrækni við fyrirtækið/stofnunina, þeir halda á brott í fullvissu þess að hafa látið gott af sér leiða. Þeir hafa ekki gert glappaskot, þeir hafa engan rægt, þeir hafa engan svikið. Þeim er gefin skilnaðargjöf, haldið er kveðjuhóf. Að leikslokum hefur þeim verið auðsýndur kærleikur, en hann fellur aldrei úr gildi, eins og postulinn sagði. b. Hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum er þessu því miður öðruvísi farið. Eftir ára langa, jafnvel áratuga, trúmennsku er starfsmönnum sparkað án nokkurs fyrirvara. Karlar og konur sem ætíð mættu á réttum tíma á degi hverjum hvernig sem viðraði utan dyra eða í sálarkirnunni, hin hollu hjú sem lögðu á sig ómælt erfiði í þágu húsbændanna, þeim er sagt að taka pokann sinn, en allt í góðu og mestu vinsemd, nú ertu bara rekin mín kæra! Út með þig, strax!! Kærleikur vissulega með, en bara á röngunni. 2. JÚPÍTER a. Á Landspítala, þessum Júpíter heilbrigðiskerfisins, er náttúrlega bæði a og b. Yfirlæknir sem ætíð hafði hippókratesareiðinn einhvers staðar í útlínum bak við minnið, einn af máttarstólpum samfélagsins, mikils metinn í flokki, klúbbi, reglu og bræðrafélagi sóknarkikjunnar, fær alúðarþakkir þegar hann hverfur á braut. Verðskuldað! b. Almennir starfsmenn Landspítalans, lágstéttin, óbreyttir fótgönguliðar, íslenskir og erlendir, eru náttúrlega í b flokki. Það segir sig sjálft, hvergi er stéttaskiptingin á Íslandi jafn sláandi og á Júpíter. Kærleikurinn er auðvitað mikill. En hann er dálítið staðlaður, kaldur, og einkum í frösum og klisjum upp á vegg í vaktherbergjum og mötuneytum. Þar eru letruð fyrirmæli um hlýju, jákvæðni og alúð. Þar eru fyrirmæli um augnsamband, vinsemd og góðleik. Og vitaskuld bros í boðhætti. Brostu! 3. HREKKURINN a. Á deild L-X á Landakoti hefur kona ein starfað sem ritari árum saman. Kona þessi er nokkuð farin að reskjast, 65 ára, hún nálgast þau tímamót að geta sest í hinn fræga helga-stein. Öllum ber saman um að hún hafi leyst margþætt og erilsamt starf sitt vel af hendi. Konan lenti í slysi fyrr á þessu ári og hefur verið frá vinnu um skeið. b. Fyrir skemmstu fékk hún fundarboð í veikindafríinu frá deildarstjóranum og þetta fór þeim á milli: Deildarstjóri: Hæ, hæ, mín kæra. Getur þú komið á smá fund á fimmtudaginn kl. 14.30, við erum að skipuleggja næsta ár. Ritari: Já, ég get það. Deildarstjóri: Frábært, hlakka til. Ritari: Er verið að segja mér upp í starfinu? Deildarstjóri: Nei, þetta er ekki uppsagnarfundur. Ritari: Bara að djóka, hlakka til að hitta ykkur. c. Á fundinum var henni svo afhent uppsagnarbréf! Deildarstjórinn reyndi að milda þessi óheilindi með því að lofa ritaranum því að á uppsagnartímanum fengi hún meðal annars að taka þátt í hrekkjarvökunni á L-X! Þarf hún fleiri hrekki? Eða grikki? 4. OFURMENNIÐ NÝJA a. Ritaranum hefur verið tjáð að hún fái reisupassann vegna skipulagsbreytinga, starf hennar sé lagt niður en í staðinn verði stofnað embætti aðstoðarmanns deildarstjóra (ekki veitir af, þegar eru á fleti fyrir tveir aðstoðardeildarstjórar.) Þetta er grátt svæði. Sé starfið lagt niður á ritarinn ekki rétt á einhvers konar starfslokasamningi? Konan er ekki sökuð um nein brot í starfi eða mistök, nýtur hún þá ekki verndar stjórnsýslulaga? Sameyki hyggst kanna það mál. b. Og svo er það nýja djobbið. Á vefsíðu Landspítalans er auglýst er eftir manni, karli eða konu, Íslendingi eða útlendingi í þetta ofurstarf um þessar mundir. Því aðstoðarmanni deildarstjóra mun ekki veita af 24ra stunda vinnudegi eigi hann að ljúka öllum þeim verkefnum sem til stendur að hlaða á hann. Skoðið auglýsinguna! Þessi frumherji á að vinna þau störf sem ritarinn annaðist, og þar að auki að leika ýmiss önnur hlutverk sem bæði deildarstjóri og aðrir hafa haft með höndum. Og svo eru það hæfileikar og atgjörvi. Maðurinn, karlinn eða konan, þarf að hafa reynslu af skipulagi og umbótastarfi og njóta þess að vinna með fólki að sameiginlegum markmiðum...hafa yfirsýn, frumkvæði og brenna fyrir jákvæðri vinnustaðamenningu(?)...Starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á verkefnastjórnun og felur í sér skipulagslega ábyrgð, mönnun og þátttöku í umbótaverkefnum, auk víðtækra samskipta við skjólstæðinga, aðstandendur, starfsfólk, stoðþjónustur og stjórnendur! Þá verður símavarsla eitt helsta verkefnið, aðstoð við að stýra vaktinni ásamt vaktstjóra og hópstjóra Þessi frumherji heldur ennfremur utan um tímabókanir og ferðir skjólstæðinga innan- og utanhúss, og aðstoð við mönnun vakta. Og áfram er það talið, línu eftir línu, hvað aðstoðarmaður þessi þarf að hafa mikla yfirsýn yfir bókstaflega allt á deildinni; hvað hann þarf að vera ratvís í netheimum, góðum samskiptahæfileikum gæddur, jákvæður, hvetjandi og "lausnarmiðaður í hugsun", frábær íslenskumaður og kunna ensku mjög vel (enska er náttúrlega að verða annað opinbert mál deildarinnar.) Og svo framvegis og svo framvegis. Aðeins vantar kröfu um að þessi yfirburðagutti/snót sé gædd góðri eðlis-gervi-greind. Svo er klykkt út með því að nýherjinn þurfi að hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi! Mér sýnist honum ekki veita af sex gráðum, bæði BA og BS, eigi hann að vera vandanum vaxinn. c. Ég óttast að þessi hátimbraða atvinnu-spilaborg eigi eftir að hrynja. Mest öll orka aðstoðarmannsins fari í símvörslu og útvegun starfsfólks á aukavakt svo hægt sé að hlynna að sjúklingum, veita þeim lögboðna lágmarksþjónustu. d. Ritarinn fyrrverandi annaðist flest af því sem nýliðinn mun með guðs hjálp ná að inna af hendi á venjulegum vinnudegi. Þar að auki sá brottrekna konan um að panta flest af því sem þarf í daglegan rekstur sjúkradeildar. Svo nokkuð sé nefnt. Hún talar kannski ekki reiprennandi ensku, en mátti þá ekki bjóða henni á enskunámskeið á kostnað Landspítalans? Tugum milljóna er varið í íslenskukennslu erlendra starfsmanna ár hvert með misgóðum árangri. 5. LANDSPÍTALINN BIÐJIST AFSÖKUNAR Framkoma Landspítala við konu þessa er honum til mikillar vansæmdar. Þetta er tilefnislaus, óþarfur og afar ranglátur, brottrekstur. Henni er sparkað burt enn í sárum eftir slys, á aldri þegar vinnumarkaðurinn er fjandsamlegur, nánast lokaður, og ekki sýnd nein samúð þegar hún hraðar sér heim, harmi slegin. Rétt væri og sanngjarnt að Runólfur Pálsson forstjóri bæði hana afsökunar og byði henni strax aftur gott starf. Löngu er tímabært að Júpíter gamli átti sig á því að mannúð og réttlæti vega þyngra en kaldur lagabókstafur. Enda "er kærleikurinn mestur." Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Landspítalinn Stéttarfélög Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Af harðneskjulegum brottrekstri 1. KÆRLEIKURINN a. Hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum tíðkast að starfsmönnum sem láta af störfum sé fylgt úr hlaði með hlýju og kærum árnaðaróskum. Þeim eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum, þeim er þökkuð hollusta og trúrækni við fyrirtækið/stofnunina, þeir halda á brott í fullvissu þess að hafa látið gott af sér leiða. Þeir hafa ekki gert glappaskot, þeir hafa engan rægt, þeir hafa engan svikið. Þeim er gefin skilnaðargjöf, haldið er kveðjuhóf. Að leikslokum hefur þeim verið auðsýndur kærleikur, en hann fellur aldrei úr gildi, eins og postulinn sagði. b. Hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum er þessu því miður öðruvísi farið. Eftir ára langa, jafnvel áratuga, trúmennsku er starfsmönnum sparkað án nokkurs fyrirvara. Karlar og konur sem ætíð mættu á réttum tíma á degi hverjum hvernig sem viðraði utan dyra eða í sálarkirnunni, hin hollu hjú sem lögðu á sig ómælt erfiði í þágu húsbændanna, þeim er sagt að taka pokann sinn, en allt í góðu og mestu vinsemd, nú ertu bara rekin mín kæra! Út með þig, strax!! Kærleikur vissulega með, en bara á röngunni. 2. JÚPÍTER a. Á Landspítala, þessum Júpíter heilbrigðiskerfisins, er náttúrlega bæði a og b. Yfirlæknir sem ætíð hafði hippókratesareiðinn einhvers staðar í útlínum bak við minnið, einn af máttarstólpum samfélagsins, mikils metinn í flokki, klúbbi, reglu og bræðrafélagi sóknarkikjunnar, fær alúðarþakkir þegar hann hverfur á braut. Verðskuldað! b. Almennir starfsmenn Landspítalans, lágstéttin, óbreyttir fótgönguliðar, íslenskir og erlendir, eru náttúrlega í b flokki. Það segir sig sjálft, hvergi er stéttaskiptingin á Íslandi jafn sláandi og á Júpíter. Kærleikurinn er auðvitað mikill. En hann er dálítið staðlaður, kaldur, og einkum í frösum og klisjum upp á vegg í vaktherbergjum og mötuneytum. Þar eru letruð fyrirmæli um hlýju, jákvæðni og alúð. Þar eru fyrirmæli um augnsamband, vinsemd og góðleik. Og vitaskuld bros í boðhætti. Brostu! 3. HREKKURINN a. Á deild L-X á Landakoti hefur kona ein starfað sem ritari árum saman. Kona þessi er nokkuð farin að reskjast, 65 ára, hún nálgast þau tímamót að geta sest í hinn fræga helga-stein. Öllum ber saman um að hún hafi leyst margþætt og erilsamt starf sitt vel af hendi. Konan lenti í slysi fyrr á þessu ári og hefur verið frá vinnu um skeið. b. Fyrir skemmstu fékk hún fundarboð í veikindafríinu frá deildarstjóranum og þetta fór þeim á milli: Deildarstjóri: Hæ, hæ, mín kæra. Getur þú komið á smá fund á fimmtudaginn kl. 14.30, við erum að skipuleggja næsta ár. Ritari: Já, ég get það. Deildarstjóri: Frábært, hlakka til. Ritari: Er verið að segja mér upp í starfinu? Deildarstjóri: Nei, þetta er ekki uppsagnarfundur. Ritari: Bara að djóka, hlakka til að hitta ykkur. c. Á fundinum var henni svo afhent uppsagnarbréf! Deildarstjórinn reyndi að milda þessi óheilindi með því að lofa ritaranum því að á uppsagnartímanum fengi hún meðal annars að taka þátt í hrekkjarvökunni á L-X! Þarf hún fleiri hrekki? Eða grikki? 4. OFURMENNIÐ NÝJA a. Ritaranum hefur verið tjáð að hún fái reisupassann vegna skipulagsbreytinga, starf hennar sé lagt niður en í staðinn verði stofnað embætti aðstoðarmanns deildarstjóra (ekki veitir af, þegar eru á fleti fyrir tveir aðstoðardeildarstjórar.) Þetta er grátt svæði. Sé starfið lagt niður á ritarinn ekki rétt á einhvers konar starfslokasamningi? Konan er ekki sökuð um nein brot í starfi eða mistök, nýtur hún þá ekki verndar stjórnsýslulaga? Sameyki hyggst kanna það mál. b. Og svo er það nýja djobbið. Á vefsíðu Landspítalans er auglýst er eftir manni, karli eða konu, Íslendingi eða útlendingi í þetta ofurstarf um þessar mundir. Því aðstoðarmanni deildarstjóra mun ekki veita af 24ra stunda vinnudegi eigi hann að ljúka öllum þeim verkefnum sem til stendur að hlaða á hann. Skoðið auglýsinguna! Þessi frumherji á að vinna þau störf sem ritarinn annaðist, og þar að auki að leika ýmiss önnur hlutverk sem bæði deildarstjóri og aðrir hafa haft með höndum. Og svo eru það hæfileikar og atgjörvi. Maðurinn, karlinn eða konan, þarf að hafa reynslu af skipulagi og umbótastarfi og njóta þess að vinna með fólki að sameiginlegum markmiðum...hafa yfirsýn, frumkvæði og brenna fyrir jákvæðri vinnustaðamenningu(?)...Starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á verkefnastjórnun og felur í sér skipulagslega ábyrgð, mönnun og þátttöku í umbótaverkefnum, auk víðtækra samskipta við skjólstæðinga, aðstandendur, starfsfólk, stoðþjónustur og stjórnendur! Þá verður símavarsla eitt helsta verkefnið, aðstoð við að stýra vaktinni ásamt vaktstjóra og hópstjóra Þessi frumherji heldur ennfremur utan um tímabókanir og ferðir skjólstæðinga innan- og utanhúss, og aðstoð við mönnun vakta. Og áfram er það talið, línu eftir línu, hvað aðstoðarmaður þessi þarf að hafa mikla yfirsýn yfir bókstaflega allt á deildinni; hvað hann þarf að vera ratvís í netheimum, góðum samskiptahæfileikum gæddur, jákvæður, hvetjandi og "lausnarmiðaður í hugsun", frábær íslenskumaður og kunna ensku mjög vel (enska er náttúrlega að verða annað opinbert mál deildarinnar.) Og svo framvegis og svo framvegis. Aðeins vantar kröfu um að þessi yfirburðagutti/snót sé gædd góðri eðlis-gervi-greind. Svo er klykkt út með því að nýherjinn þurfi að hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi! Mér sýnist honum ekki veita af sex gráðum, bæði BA og BS, eigi hann að vera vandanum vaxinn. c. Ég óttast að þessi hátimbraða atvinnu-spilaborg eigi eftir að hrynja. Mest öll orka aðstoðarmannsins fari í símvörslu og útvegun starfsfólks á aukavakt svo hægt sé að hlynna að sjúklingum, veita þeim lögboðna lágmarksþjónustu. d. Ritarinn fyrrverandi annaðist flest af því sem nýliðinn mun með guðs hjálp ná að inna af hendi á venjulegum vinnudegi. Þar að auki sá brottrekna konan um að panta flest af því sem þarf í daglegan rekstur sjúkradeildar. Svo nokkuð sé nefnt. Hún talar kannski ekki reiprennandi ensku, en mátti þá ekki bjóða henni á enskunámskeið á kostnað Landspítalans? Tugum milljóna er varið í íslenskukennslu erlendra starfsmanna ár hvert með misgóðum árangri. 5. LANDSPÍTALINN BIÐJIST AFSÖKUNAR Framkoma Landspítala við konu þessa er honum til mikillar vansæmdar. Þetta er tilefnislaus, óþarfur og afar ranglátur, brottrekstur. Henni er sparkað burt enn í sárum eftir slys, á aldri þegar vinnumarkaðurinn er fjandsamlegur, nánast lokaður, og ekki sýnd nein samúð þegar hún hraðar sér heim, harmi slegin. Rétt væri og sanngjarnt að Runólfur Pálsson forstjóri bæði hana afsökunar og byði henni strax aftur gott starf. Löngu er tímabært að Júpíter gamli átti sig á því að mannúð og réttlæti vega þyngra en kaldur lagabókstafur. Enda "er kærleikurinn mestur." Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti emeritus.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun