Lífið

Stíl­hrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heið­mörk

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin er fagurlega innréttuð þar sem hver hlutur á sinn stað.
Eignin er fagurlega innréttuð þar sem hver hlutur á sinn stað.

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna bjarta 120 fermetra íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og innréttuð af mikilli natni og smekkvísi þar sem fagurfræði ræður ríkjum. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð og góðum gluggum og útsyni til suðurs. Þaðan er útgengt á yfirbyggðar suðursvalir. Á gólfum er hvíttlakkað eikarparket með náttúrulegri sorteringu.

Í eldhúsinu er hvít og stílhrein innrétting með góðu skápaplássi og stórri eyju með setuaðstöðu. Fyrir ofan eyjuna eru tvö svört Flower Pot-ljós sem gefa rýminu mikinn karakter.

Formfögur og klassísk hönnun

Klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki á heimilinu. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Í borðstofunni má einnig sjá ljós eftir danska hönnuðinn Louis Poulsen, formfagran kertastjaka og blómavasa úr smiðju Georg Jensen.

Samtals eru þrjú svefnherbergi, þar af hjónaherbergi með fataherbergi inn af. Baðherbergið er flísalagt og með góðri sturtu.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.