Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2025 19:30 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Hún segir ekkert jafnrétti verða á Íslandi fyrr en vændi sé upprætt. Vísir/Anton Brink Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Skjaldborg er slegið um vændiskaupendur, segir talskona Stígamóta. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra hafa sautján mál verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um vændiskaup á þessu ári. Meira en helmingur mála eru látinn niður falla og flestum þeim sem standa eftir lýkur með sekt. Tölur um mál sem hafa verið til ransóknar vegna kaupa á vændi. Eins og sjá má fellur meirihluti mála niður.Vísir Talskona Stígamóta segir að ljóst að vændi þrífist hér á landi og fjöldi mála fari eftir áhuga lögreglu hverju sinni. „Það sem hefur verið landlægt í þessum brotaflokki að þeir sem eru brotlegir, kaupendur samkvæmt íslenskum lögum, það hefur alltaf verið slegin skjaldborg utan um þá, þeir hafa aldrei verið nafngreindir, það hafa verið lokuð réttarhöld og svo framvegis,“ sagði Drífa Snædal í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Það eru alltaf einhverjir tugir á ári sem eru hjá Stígamótum sem brotaþolar vændis og við rekum sjálfshjálparhóp og framhaldssjálfshjálparhópa því við lítum á þetta sem mjög sérstakan brotaflokk. Það er mjög erfitt og mjög „trámatíserandi“ að hafa verið í vændi og erfitt að komast út úr því.“ Ekkert jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt Drífa segir ljóst að taka þurfi málin hörðum höndum og segir það gegn anda okkar réttarkerfis að þeir sem séu brotlegir þurfi ekki að sæta afleiðingum. „Það er lág sekt þannig að það má segja að það sé slegið a puttana á þeim sem gerast brotlegir í vændi og ekki tekið nógu alvarlega,“ segir Drífa og bætir við að það verði ekki jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt. „Það er ekki samfélagslega ásættanlegt að við leyfum því að gerast að hér sé starfandi vændismarkaður þar sem líkamar kvenna ganga kaupum og sölum. Það þarf að fara að taka þetta hörðum höndum. Segir kærur vegna auglýsinga um vændi ekki í anda laganna Á vefsíðunni City of Love skipta auglýsingar þar sem vændi er auglýst á Íslandi hundruðum. Þar eru meðal annars nefndir staðir í Reykjavík þar sem líklegt er talið að auðvelt sé að nálgast þjónustu vændiskvenna en auglýsingum á síðunni er skipt eftir sveitarfélögum. Samtals voru þrjú mál rannsökuð vegna vændisauglýsinga árin 2020-2023 en á þessa ári hafa átta mál verið tekin til rannsóknar og ákært verið í tveimur þeirra.Vísir Átta mál vegna auglýsinga um vændi hafa verið til rannsóknar á þessu ári. Málunum hefur fjölgað frá síðustu árum en á árunum 2020-2023 voru málin þrjú og lauk engu þeirra með sekt eða ákæru. Árið 2009 var tekin upp hin svokallaða sænska leið hér á landi sem gerir vændiskaup ólögleg. Þá er einnig ölöglegt er að auglýsa vændi þó sala þess sé lögleg. „Það að ákæra konur í vændi fyrir að auglýsa vændi stríðir algerlega gegn anda þeirra laga sem við erum með núna,“ segir Drífa. Skora á dómsmálaráðherra og gagnrýna lögreglustjóra Í bréfi til dómsmálaráðherra skora fjölmörg samtök á ráðherra að verja vændislöggjöfina og þá vernd sem henni er ætlað að veita þolendum. Þar kemur fram að í lok september hafi tveimur konum verið birt ákæra fyrir að auglýsa vændi. Þetta sé í annað sinn sem lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra ákæri konur fyrir slíkt og er dómsmálaráðherra hvattur til að gera lögreglustjóranum ljóst að framferði embættisins ógni öryggi kvenna og annarra í vændi. Drífa segir málefnið sérstaklega mikilvægt í aðdraganda kvennafrídagsins. „Það er ágætt að minna sig á það í aðdraganda kvennafrídagsins að barátta kvenna hefur alltaf verið að líkamar kvenna eru ekki til sölu, eru ekki söluvara og ekki neysluvara fyrir karlmenn. Vændislöggjöfin sem við búum við í dag er afsprengi af þessari hugmyndafræði og þessari baráttu.“ „Það verður ekkert jafnrétti á íslandi fyrr en við hættum að láta líkama kvenna ganga kaupum og sölum fyrir karla,“ bætir Drífa við að lokum. Vændi Lögreglumál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra hafa sautján mál verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um vændiskaup á þessu ári. Meira en helmingur mála eru látinn niður falla og flestum þeim sem standa eftir lýkur með sekt. Tölur um mál sem hafa verið til ransóknar vegna kaupa á vændi. Eins og sjá má fellur meirihluti mála niður.Vísir Talskona Stígamóta segir að ljóst að vændi þrífist hér á landi og fjöldi mála fari eftir áhuga lögreglu hverju sinni. „Það sem hefur verið landlægt í þessum brotaflokki að þeir sem eru brotlegir, kaupendur samkvæmt íslenskum lögum, það hefur alltaf verið slegin skjaldborg utan um þá, þeir hafa aldrei verið nafngreindir, það hafa verið lokuð réttarhöld og svo framvegis,“ sagði Drífa Snædal í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Það eru alltaf einhverjir tugir á ári sem eru hjá Stígamótum sem brotaþolar vændis og við rekum sjálfshjálparhóp og framhaldssjálfshjálparhópa því við lítum á þetta sem mjög sérstakan brotaflokk. Það er mjög erfitt og mjög „trámatíserandi“ að hafa verið í vændi og erfitt að komast út úr því.“ Ekkert jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt Drífa segir ljóst að taka þurfi málin hörðum höndum og segir það gegn anda okkar réttarkerfis að þeir sem séu brotlegir þurfi ekki að sæta afleiðingum. „Það er lág sekt þannig að það má segja að það sé slegið a puttana á þeim sem gerast brotlegir í vændi og ekki tekið nógu alvarlega,“ segir Drífa og bætir við að það verði ekki jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt. „Það er ekki samfélagslega ásættanlegt að við leyfum því að gerast að hér sé starfandi vændismarkaður þar sem líkamar kvenna ganga kaupum og sölum. Það þarf að fara að taka þetta hörðum höndum. Segir kærur vegna auglýsinga um vændi ekki í anda laganna Á vefsíðunni City of Love skipta auglýsingar þar sem vændi er auglýst á Íslandi hundruðum. Þar eru meðal annars nefndir staðir í Reykjavík þar sem líklegt er talið að auðvelt sé að nálgast þjónustu vændiskvenna en auglýsingum á síðunni er skipt eftir sveitarfélögum. Samtals voru þrjú mál rannsökuð vegna vændisauglýsinga árin 2020-2023 en á þessa ári hafa átta mál verið tekin til rannsóknar og ákært verið í tveimur þeirra.Vísir Átta mál vegna auglýsinga um vændi hafa verið til rannsóknar á þessu ári. Málunum hefur fjölgað frá síðustu árum en á árunum 2020-2023 voru málin þrjú og lauk engu þeirra með sekt eða ákæru. Árið 2009 var tekin upp hin svokallaða sænska leið hér á landi sem gerir vændiskaup ólögleg. Þá er einnig ölöglegt er að auglýsa vændi þó sala þess sé lögleg. „Það að ákæra konur í vændi fyrir að auglýsa vændi stríðir algerlega gegn anda þeirra laga sem við erum með núna,“ segir Drífa. Skora á dómsmálaráðherra og gagnrýna lögreglustjóra Í bréfi til dómsmálaráðherra skora fjölmörg samtök á ráðherra að verja vændislöggjöfina og þá vernd sem henni er ætlað að veita þolendum. Þar kemur fram að í lok september hafi tveimur konum verið birt ákæra fyrir að auglýsa vændi. Þetta sé í annað sinn sem lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra ákæri konur fyrir slíkt og er dómsmálaráðherra hvattur til að gera lögreglustjóranum ljóst að framferði embættisins ógni öryggi kvenna og annarra í vændi. Drífa segir málefnið sérstaklega mikilvægt í aðdraganda kvennafrídagsins. „Það er ágætt að minna sig á það í aðdraganda kvennafrídagsins að barátta kvenna hefur alltaf verið að líkamar kvenna eru ekki til sölu, eru ekki söluvara og ekki neysluvara fyrir karlmenn. Vændislöggjöfin sem við búum við í dag er afsprengi af þessari hugmyndafræði og þessari baráttu.“ „Það verður ekkert jafnrétti á íslandi fyrr en við hættum að láta líkama kvenna ganga kaupum og sölum fyrir karla,“ bætir Drífa við að lokum.
Vændi Lögreglumál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira