Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2025 19:30 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Hún segir ekkert jafnrétti verða á Íslandi fyrr en vændi sé upprætt. Vísir/Anton Brink Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Skjaldborg er slegið um vændiskaupendur, segir talskona Stígamóta. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra hafa sautján mál verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um vændiskaup á þessu ári. Meira en helmingur mála eru látinn niður falla og flestum þeim sem standa eftir lýkur með sekt. Tölur um mál sem hafa verið til ransóknar vegna kaupa á vændi. Eins og sjá má fellur meirihluti mála niður.Vísir Talskona Stígamóta segir að ljóst að vændi þrífist hér á landi og fjöldi mála fari eftir áhuga lögreglu hverju sinni. „Það sem hefur verið landlægt í þessum brotaflokki að þeir sem eru brotlegir, kaupendur samkvæmt íslenskum lögum, það hefur alltaf verið slegin skjaldborg utan um þá, þeir hafa aldrei verið nafngreindir, það hafa verið lokuð réttarhöld og svo framvegis,“ sagði Drífa Snædal í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Það eru alltaf einhverjir tugir á ári sem eru hjá Stígamótum sem brotaþolar vændis og við rekum sjálfshjálparhóp og framhaldssjálfshjálparhópa því við lítum á þetta sem mjög sérstakan brotaflokk. Það er mjög erfitt og mjög „trámatíserandi“ að hafa verið í vændi og erfitt að komast út úr því.“ Ekkert jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt Drífa segir ljóst að taka þurfi málin hörðum höndum og segir það gegn anda okkar réttarkerfis að þeir sem séu brotlegir þurfi ekki að sæta afleiðingum. „Það er lág sekt þannig að það má segja að það sé slegið a puttana á þeim sem gerast brotlegir í vændi og ekki tekið nógu alvarlega,“ segir Drífa og bætir við að það verði ekki jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt. „Það er ekki samfélagslega ásættanlegt að við leyfum því að gerast að hér sé starfandi vændismarkaður þar sem líkamar kvenna ganga kaupum og sölum. Það þarf að fara að taka þetta hörðum höndum. Segir kærur vegna auglýsinga um vændi ekki í anda laganna Á vefsíðunni City of Love skipta auglýsingar þar sem vændi er auglýst á Íslandi hundruðum. Þar eru meðal annars nefndir staðir í Reykjavík þar sem líklegt er talið að auðvelt sé að nálgast þjónustu vændiskvenna en auglýsingum á síðunni er skipt eftir sveitarfélögum. Samtals voru þrjú mál rannsökuð vegna vændisauglýsinga árin 2020-2023 en á þessa ári hafa átta mál verið tekin til rannsóknar og ákært verið í tveimur þeirra.Vísir Átta mál vegna auglýsinga um vændi hafa verið til rannsóknar á þessu ári. Málunum hefur fjölgað frá síðustu árum en á árunum 2020-2023 voru málin þrjú og lauk engu þeirra með sekt eða ákæru. Árið 2009 var tekin upp hin svokallaða sænska leið hér á landi sem gerir vændiskaup ólögleg. Þá er einnig ölöglegt er að auglýsa vændi þó sala þess sé lögleg. „Það að ákæra konur í vændi fyrir að auglýsa vændi stríðir algerlega gegn anda þeirra laga sem við erum með núna,“ segir Drífa. Skora á dómsmálaráðherra og gagnrýna lögreglustjóra Í bréfi til dómsmálaráðherra skora fjölmörg samtök á ráðherra að verja vændislöggjöfina og þá vernd sem henni er ætlað að veita þolendum. Þar kemur fram að í lok september hafi tveimur konum verið birt ákæra fyrir að auglýsa vændi. Þetta sé í annað sinn sem lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra ákæri konur fyrir slíkt og er dómsmálaráðherra hvattur til að gera lögreglustjóranum ljóst að framferði embættisins ógni öryggi kvenna og annarra í vændi. Drífa segir málefnið sérstaklega mikilvægt í aðdraganda kvennafrídagsins. „Það er ágætt að minna sig á það í aðdraganda kvennafrídagsins að barátta kvenna hefur alltaf verið að líkamar kvenna eru ekki til sölu, eru ekki söluvara og ekki neysluvara fyrir karlmenn. Vændislöggjöfin sem við búum við í dag er afsprengi af þessari hugmyndafræði og þessari baráttu.“ „Það verður ekkert jafnrétti á íslandi fyrr en við hættum að láta líkama kvenna ganga kaupum og sölum fyrir karla,“ bætir Drífa við að lokum. Vændi Lögreglumál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra hafa sautján mál verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um vændiskaup á þessu ári. Meira en helmingur mála eru látinn niður falla og flestum þeim sem standa eftir lýkur með sekt. Tölur um mál sem hafa verið til ransóknar vegna kaupa á vændi. Eins og sjá má fellur meirihluti mála niður.Vísir Talskona Stígamóta segir að ljóst að vændi þrífist hér á landi og fjöldi mála fari eftir áhuga lögreglu hverju sinni. „Það sem hefur verið landlægt í þessum brotaflokki að þeir sem eru brotlegir, kaupendur samkvæmt íslenskum lögum, það hefur alltaf verið slegin skjaldborg utan um þá, þeir hafa aldrei verið nafngreindir, það hafa verið lokuð réttarhöld og svo framvegis,“ sagði Drífa Snædal í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Það eru alltaf einhverjir tugir á ári sem eru hjá Stígamótum sem brotaþolar vændis og við rekum sjálfshjálparhóp og framhaldssjálfshjálparhópa því við lítum á þetta sem mjög sérstakan brotaflokk. Það er mjög erfitt og mjög „trámatíserandi“ að hafa verið í vændi og erfitt að komast út úr því.“ Ekkert jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt Drífa segir ljóst að taka þurfi málin hörðum höndum og segir það gegn anda okkar réttarkerfis að þeir sem séu brotlegir þurfi ekki að sæta afleiðingum. „Það er lág sekt þannig að það má segja að það sé slegið a puttana á þeim sem gerast brotlegir í vændi og ekki tekið nógu alvarlega,“ segir Drífa og bætir við að það verði ekki jafnrétti fyrr en vændi sé upprætt. „Það er ekki samfélagslega ásættanlegt að við leyfum því að gerast að hér sé starfandi vændismarkaður þar sem líkamar kvenna ganga kaupum og sölum. Það þarf að fara að taka þetta hörðum höndum. Segir kærur vegna auglýsinga um vændi ekki í anda laganna Á vefsíðunni City of Love skipta auglýsingar þar sem vændi er auglýst á Íslandi hundruðum. Þar eru meðal annars nefndir staðir í Reykjavík þar sem líklegt er talið að auðvelt sé að nálgast þjónustu vændiskvenna en auglýsingum á síðunni er skipt eftir sveitarfélögum. Samtals voru þrjú mál rannsökuð vegna vændisauglýsinga árin 2020-2023 en á þessa ári hafa átta mál verið tekin til rannsóknar og ákært verið í tveimur þeirra.Vísir Átta mál vegna auglýsinga um vændi hafa verið til rannsóknar á þessu ári. Málunum hefur fjölgað frá síðustu árum en á árunum 2020-2023 voru málin þrjú og lauk engu þeirra með sekt eða ákæru. Árið 2009 var tekin upp hin svokallaða sænska leið hér á landi sem gerir vændiskaup ólögleg. Þá er einnig ölöglegt er að auglýsa vændi þó sala þess sé lögleg. „Það að ákæra konur í vændi fyrir að auglýsa vændi stríðir algerlega gegn anda þeirra laga sem við erum með núna,“ segir Drífa. Skora á dómsmálaráðherra og gagnrýna lögreglustjóra Í bréfi til dómsmálaráðherra skora fjölmörg samtök á ráðherra að verja vændislöggjöfina og þá vernd sem henni er ætlað að veita þolendum. Þar kemur fram að í lok september hafi tveimur konum verið birt ákæra fyrir að auglýsa vændi. Þetta sé í annað sinn sem lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra ákæri konur fyrir slíkt og er dómsmálaráðherra hvattur til að gera lögreglustjóranum ljóst að framferði embættisins ógni öryggi kvenna og annarra í vændi. Drífa segir málefnið sérstaklega mikilvægt í aðdraganda kvennafrídagsins. „Það er ágætt að minna sig á það í aðdraganda kvennafrídagsins að barátta kvenna hefur alltaf verið að líkamar kvenna eru ekki til sölu, eru ekki söluvara og ekki neysluvara fyrir karlmenn. Vændislöggjöfin sem við búum við í dag er afsprengi af þessari hugmyndafræði og þessari baráttu.“ „Það verður ekkert jafnrétti á íslandi fyrr en við hættum að láta líkama kvenna ganga kaupum og sölum fyrir karla,“ bætir Drífa við að lokum.
Vændi Lögreglumál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira