Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. október 2025 21:50 Isabella Ósk Sigurðardóttir er lykilmaður hjá Grindavík. vísir/Ernir Grindavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus-deild kvenna í körfubolta með þrettán stiga sigri á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld, 79-66. Stjörnukonur stríddu heimastúlkum fram eftir leik en Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 24-11. Ellen Nystrom skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Abby Beeman var með 19 stig og 9 stoðsendingar. Shaiquel Mcgruder var með 19 stig og 12 fráköst hjá Stjörnunni. Stjörnuliðið fór sterkt af stað og byrjaði leikinn á þrist frá Evu Wium Elíasdóttur. Það skapaði flotta stemningu með liði Stjörnunnar sem þær nýttu sér vel. Grindavík átti rispur en réði illa við sprækt lið Stjörnunnar í fyrsta leikhluta. Ólöf Rún Óladóttir lokaði leikhlutanum með þrist fyrir Grindavík en Stjarnan leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-21. Fyrstu stig annars leikhluta létu aðeins bíða eftir sér en Isabella Ósk Sisgurðardóttir setti fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni eftir rúmlega tvær mínútur. Mikil barátta einkenndi leikhlutann þar sem ekkert var gefið eftir. Grindavík náði í fyrsta skipti forystu í leiknum undir lok leikhlutans. Í aðdraganda þess að Stjarnan jafnar svo leikinn aftur 33-33 þá fellur Emilie Hesseldal leikmaður Grindavíkur við og virðist meiðast illa. Þurfti aðstoð af vellinum sem er aldrei góðs viti. Hrikalega leiðinlegt að sjá og Grindavík leiddi með minnsta mun 36-35 í hálfleik. Stjarnan mætti af krafti úr hálfleiknum og Shaiquel McGruder stal boltanum strax í fyrstu sókn og komst á hringinn fyrir auðveld stig. Grindavík náði góðum kafla þar sem þær skoruðu hröð sex stig í röð á Stjörnuliðið og virtust vera að ná að slíta sig frá spræku liði Stjörnunnar. Gestirnir lögðu þó ekki árar í bát og börðust inn í þetta aftur. Liðin skiptust á að leiða leikinn og var þetta endana á milli. Staðan eftir þrjá leikhluta var hnífjöfn, 55-55. Í byrjun fjórða leikhluta náði Grindavík að komast skrefinu framar en Stjarnan. Eftir því sem leið á var hausinn á Grindavík sterkari á meðan hann þyngdist aðeins hjá liði gestana. Skotin voru að detta hjá Grindavík á meðan mistökum fjölgaði hjá gestunum. Grindavík hafði á endanum betur gegn spræku liði Stjörnunnar sem svo sannarlega gaf þeim leik lengst af en undir restina var það Grindavík sem sýndi styrk sinn og hafði að lokum öflugan sigur 79-66. Atvik leiksins Emilie Hesseldal dettur undir lok fyrri hálfleik og þarf aðstoð af vellinum. Óskum henni að sjálfsögðu skjóts bata og vonum að það sé ekki of langt þar til við sjáum hana aftur á vellinum. Stjörnur og skúrkarHjá Grindavík var Ellen Nyström stigahæst með 22 stig. Abby Beeman kom næst á eftir með 19 og bætti að auki við níu stoðsendingum.Shaiquel Mcgruder var gríðarlega öflug í liði Stjörnunnar í kvöld. Hún skoraði 19 stig og tók tólf fráköst að auki.DómararnirJakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson og Aron Rúnarsson dæmdu þennan leik að mér fannst bara mjög vel. Auðvitað ekki allir sammála öllu en heilt yfir fannst mér þetta bara vera vel dæmdur leikur.Stemingin og umgjörðSkemmtileg stemning fyrir leik þegar það átti eftir að kveikja á græjunum og lið Stjörnunnar tóku nokkur lög saman á meðan þær voru að skjóta. Það var ágætis stemning svo á leiknum sjálfum. Sjoppan í Grindavík stóð svo fyrir sínu.ViðtölÞorleifur Ólafsson stýrði liði Grindavíkur til sigurs í kvöld.„Sem betur fer náðum við aðeins að spýta í lófana, gefa í og enduðum vel“„Eins og ég sagði við þig í byrjun að ef við myndum ekki mæta tilbúnar þá yrðum við í basli og við vorum bara í basli“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld.„Einn góður leikhluti sem var nóg en frammistaðan yfir höfuð var ekki nógu góð. Við vorum að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast í stað þess að bara mæta tilbúnar og mæta ákefð þeirra“„Stjarnan spilaði frábærlega hérna í þrjá leikhluta og við sem betur fer náðum bara aðeins að spýta í lófana, gefa í og enduðum vel“Emilie Hesseldal fór meidd af velli undir lok fyrri hálfleiks. „Mér skilst að þetta sé eitthvað í hásininni en hversu alvarlegt, hvort hún sér eitthvað slitin eða trosnuð veit ég ekki“ sagði Þorleifur Ólafsson. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz„Eru svona hlutir sem að við hefðum eiginlega átt að refsa“„Fín frammistaða í fyrri hálfleik og lengi framan af“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar svekktur eftir tapið í kvöld.„Auðvitað er þetta súrt. Við förum bara illa af ráði okkar. Við erum að ná að djöflast í þeim hérna, stela boltum en svo erum við bara að henda boltanum frá okkur hérna í hendurnar á þeim eða útaf“„Þetta eru svona hlutir sem að við hefðum eiginlega átt að refsa. Við erum að stela boltanum en svo hendum við honum bara frá okkur. Mér finnst það svona súrt“„Við vorum líka búnar að gera ógeðslega vel í fráköstum í fyrri hálfleik en þá missum við það niður í seinni hálfleik og þær fara að taka of mikið af sóknarfráköstum“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Stjarnan
Grindavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus-deild kvenna í körfubolta með þrettán stiga sigri á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld, 79-66. Stjörnukonur stríddu heimastúlkum fram eftir leik en Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 24-11. Ellen Nystrom skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Abby Beeman var með 19 stig og 9 stoðsendingar. Shaiquel Mcgruder var með 19 stig og 12 fráköst hjá Stjörnunni. Stjörnuliðið fór sterkt af stað og byrjaði leikinn á þrist frá Evu Wium Elíasdóttur. Það skapaði flotta stemningu með liði Stjörnunnar sem þær nýttu sér vel. Grindavík átti rispur en réði illa við sprækt lið Stjörnunnar í fyrsta leikhluta. Ólöf Rún Óladóttir lokaði leikhlutanum með þrist fyrir Grindavík en Stjarnan leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-21. Fyrstu stig annars leikhluta létu aðeins bíða eftir sér en Isabella Ósk Sisgurðardóttir setti fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni eftir rúmlega tvær mínútur. Mikil barátta einkenndi leikhlutann þar sem ekkert var gefið eftir. Grindavík náði í fyrsta skipti forystu í leiknum undir lok leikhlutans. Í aðdraganda þess að Stjarnan jafnar svo leikinn aftur 33-33 þá fellur Emilie Hesseldal leikmaður Grindavíkur við og virðist meiðast illa. Þurfti aðstoð af vellinum sem er aldrei góðs viti. Hrikalega leiðinlegt að sjá og Grindavík leiddi með minnsta mun 36-35 í hálfleik. Stjarnan mætti af krafti úr hálfleiknum og Shaiquel McGruder stal boltanum strax í fyrstu sókn og komst á hringinn fyrir auðveld stig. Grindavík náði góðum kafla þar sem þær skoruðu hröð sex stig í röð á Stjörnuliðið og virtust vera að ná að slíta sig frá spræku liði Stjörnunnar. Gestirnir lögðu þó ekki árar í bát og börðust inn í þetta aftur. Liðin skiptust á að leiða leikinn og var þetta endana á milli. Staðan eftir þrjá leikhluta var hnífjöfn, 55-55. Í byrjun fjórða leikhluta náði Grindavík að komast skrefinu framar en Stjarnan. Eftir því sem leið á var hausinn á Grindavík sterkari á meðan hann þyngdist aðeins hjá liði gestana. Skotin voru að detta hjá Grindavík á meðan mistökum fjölgaði hjá gestunum. Grindavík hafði á endanum betur gegn spræku liði Stjörnunnar sem svo sannarlega gaf þeim leik lengst af en undir restina var það Grindavík sem sýndi styrk sinn og hafði að lokum öflugan sigur 79-66. Atvik leiksins Emilie Hesseldal dettur undir lok fyrri hálfleik og þarf aðstoð af vellinum. Óskum henni að sjálfsögðu skjóts bata og vonum að það sé ekki of langt þar til við sjáum hana aftur á vellinum. Stjörnur og skúrkarHjá Grindavík var Ellen Nyström stigahæst með 22 stig. Abby Beeman kom næst á eftir með 19 og bætti að auki við níu stoðsendingum.Shaiquel Mcgruder var gríðarlega öflug í liði Stjörnunnar í kvöld. Hún skoraði 19 stig og tók tólf fráköst að auki.DómararnirJakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson og Aron Rúnarsson dæmdu þennan leik að mér fannst bara mjög vel. Auðvitað ekki allir sammála öllu en heilt yfir fannst mér þetta bara vera vel dæmdur leikur.Stemingin og umgjörðSkemmtileg stemning fyrir leik þegar það átti eftir að kveikja á græjunum og lið Stjörnunnar tóku nokkur lög saman á meðan þær voru að skjóta. Það var ágætis stemning svo á leiknum sjálfum. Sjoppan í Grindavík stóð svo fyrir sínu.ViðtölÞorleifur Ólafsson stýrði liði Grindavíkur til sigurs í kvöld.„Sem betur fer náðum við aðeins að spýta í lófana, gefa í og enduðum vel“„Eins og ég sagði við þig í byrjun að ef við myndum ekki mæta tilbúnar þá yrðum við í basli og við vorum bara í basli“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld.„Einn góður leikhluti sem var nóg en frammistaðan yfir höfuð var ekki nógu góð. Við vorum að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast í stað þess að bara mæta tilbúnar og mæta ákefð þeirra“„Stjarnan spilaði frábærlega hérna í þrjá leikhluta og við sem betur fer náðum bara aðeins að spýta í lófana, gefa í og enduðum vel“Emilie Hesseldal fór meidd af velli undir lok fyrri hálfleiks. „Mér skilst að þetta sé eitthvað í hásininni en hversu alvarlegt, hvort hún sér eitthvað slitin eða trosnuð veit ég ekki“ sagði Þorleifur Ólafsson. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz„Eru svona hlutir sem að við hefðum eiginlega átt að refsa“„Fín frammistaða í fyrri hálfleik og lengi framan af“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar svekktur eftir tapið í kvöld.„Auðvitað er þetta súrt. Við förum bara illa af ráði okkar. Við erum að ná að djöflast í þeim hérna, stela boltum en svo erum við bara að henda boltanum frá okkur hérna í hendurnar á þeim eða útaf“„Þetta eru svona hlutir sem að við hefðum eiginlega átt að refsa. Við erum að stela boltanum en svo hendum við honum bara frá okkur. Mér finnst það svona súrt“„Við vorum líka búnar að gera ógeðslega vel í fráköstum í fyrri hálfleik en þá missum við það niður í seinni hálfleik og þær fara að taka of mikið af sóknarfráköstum“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson.