Sport

Íslandmeistari í bráða­birgða­bann hjá Lyfja­eftir­litinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Bárðarson varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í götuhólreiðum í júní.
Þorsteinn Bárðarson varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í götuhólreiðum í júní. @thorsteinnbardarson

Þorsteinn Bárðarson, hjólreiðamaður úr hjólreiðafélaginu Tindi, hefur verið úrskurðaður í bráðabirgðabann samkvæmt lyfjareglum Lyfjaeftirlits Íslands en þetta kemur fram á miðlum þess.

Þetta er niðurstaðan eftir að lyfjapróf sem hann undirgekkst í keppni þann 21. ágúst síðastliðinn, skilaði afbrigðilegri niðurstöðu (e. Adverse Analytical Finding) vegna tilvistar eftirfarandi efna í sýninu, og efna eru á bannlista WADA 2025:

Efnin sem fundust voru anabólísk efnin Ligandrol, Ostarine og RAD140 eins og hormóna- og efnaskiptamiðlarinn Arimistane.

Íþróttamanninum var tilkynnt um niðurstöðurnar og bráðabirgðabannið þann 22. september síðastliðinn. Lyfjaeftirlitið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir.

Þorsteinn keppti undir merkjum Tinds sem sendi einnig frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að enn sé réttur til áfrýjunar í gildi og því ekki um endanlega niðurstöðu að ræða.

Þorsteinn sló óvænt í gegn í sumar þegar hann varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í götuhólreiðum í júní. Hann var að ná þess afreki þrátt fyrir að vera orðinn fimmtugur. Hann varð einnig bikarmeistari í tímatöku á þessu ári.

Lyfjaeftirlit Íslands ber ábyrgð á að innleiða og framfylgja lyfjareglunum á Íslandi í samræmi við Alþjóðalyfjareglurnar. Það vinnur að því að vernda heilindi í íþróttum og réttindi hreins íþróttafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×