Cillian mærir Kiljan Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 18:02 Cillian Murphy fékk BAFTA verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Robert Oppenheimer. Vianney Le Caer/Invision/AP Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki. Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards) Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ekki meira en bara vinir Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards)
Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ekki meira en bara vinir Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32