Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2025 16:25 Hetja Vestra í dag, Ágúst Eðvald Hlynsson. Visir/ Pawel Cieslikiewicz Afturelding gerði 1-1 jafntefli við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í dag. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndum leiksins. Leikurinn fór hægt af stað og héldu heimamenn boltanum vel án þess að skapa sér afgerandi færi. Gestirnir voru vel skipulagðir og þéttir og áttu heimamenn í erfiðleikum með að finna svæði. Spennustigið var mikið og hvorugt lið voru í því að taka sénsa. 0-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með miklu jafnræði milli liðanna og bæði lið voru í leit að marki. Afturelding átti fleiri hættulegri færi en tókst illa að nýta þau. Hrannar Snær Magnússon braut þann ís á 76. mínútu leiksins með frábæru marki eftir sendingu frá Georgi Bjarnasyni. Afturelding virtist ætla að halda þetta út og reyndi eftir bestu getu að tefja leikinn á lokamínútum leiksins. Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði metin á lokasekúndum leiksins fyrir Vestra og lokatölur því 1-1. Atvik leiksins Það verður að vera jöfnunarmark Vestra. Það var mikil spenna í loftinu, Afturelding hafði klúðrar góðum færum. Vestri fékk þrjár aukaspyrnur í uppbótartíma og tókst loks að koma boltanum í netið í þriðju tilraun. Stjörnur og skúrkar Hrannar Snær Magnússon var frábær í þessum leik á vinstri kantinum, líkt og hann hefur verið í allt sumar. Jökull Andrésson hefði óneitanlega þurft að gera betur í jöfnunarmarkinu en hann nær að slá boltann út í teig eftir skalla frá Pétri Bjarnasyni og þar er Ágúst Eðvald mættur og setur boltann í netið. Stemning og umgjörð 950 manns gerðu sér ferð á völlinn í Mosfellsbæ. Lífleg stemning eins og alltaf hjá Aftureldingu. Vel mætt hjá báðum liðum í dag og bara alvöru stemning á vellinum. Dómarar Ívar Orri Kristjánsson var á flautunni í dag, með honum voru Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Það voru engin vafa atvik að mínu mati og heilt yfir var þetta fín dómgæsla [8]. Viðtöl Jón Þór Hauksson: Tökum þetta stig með okkur Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra.vísir / jón gautur „Við verðum að vera sáttir við stigið úr því sem komið er og hvernig þessi leikur þróaðist. Ég er ofboðslega ánægður með það að við skyldum aldrei gefast upp,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, eftir leik. „Við héldum áfram alveg þangað til í blálokin og strákarnir gerðu það gríðarlega vel. Ég er ánægður að fara héðan með úrslit. Afturelding hefur verið að spila þessa skiptingu gríðarlega vel og eru feykilega öflugir á heimavelli.“ „Við tökum þetta stig með okkur og hefjum undirbúning fyrir orkumikla og kraftmikla viku á Ísafirði.“ „Það var gríðarlega mikilvægt að tapa þessum leik ekki, en auðvitað komum við hingað til þess að vinna. Það var fáranlega ljúft að ná þessu þarna í lokin.“ Þórður Ingason: Vonumst eftir hagstæðum úrslitum fyrir vestan Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, tók út leikbann í dag.vísir „Þeir dæla boltum inn og það kemur einn seinni bolti sem við erum ekki fyrstir á og þeir ná að jafna, svona er þetta bara stundum,“ sagði Þórður Ingason, þjálfari Aftureldingar, í fjarveru Magnúsar Más Einarssonar sem tók út leikbann í dag. „Þetta er mjög fúlt, þetta er hræðilegt. Við vorum góðir í þessum leik. Við vorum góðir fram að markinu og eftir markið byrjuðu þeir að dæla boltum á okkur. Við fengum samt þrjú dauðafæri til þess að komast í 2-0.“ „Þetta mark hefði aldrei átt að vera neitt annað en sárabótamark, því þessi leikur átti að vera búinn.“ „Við verðum að fara upp á Skaga og gera okkar, og vonast eftir hagstæðum úrslitum fyrir vestan, það er ekkert annað hægt að gera.“ Besta deild karla Afturelding Vestri
Afturelding gerði 1-1 jafntefli við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í dag. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndum leiksins. Leikurinn fór hægt af stað og héldu heimamenn boltanum vel án þess að skapa sér afgerandi færi. Gestirnir voru vel skipulagðir og þéttir og áttu heimamenn í erfiðleikum með að finna svæði. Spennustigið var mikið og hvorugt lið voru í því að taka sénsa. 0-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með miklu jafnræði milli liðanna og bæði lið voru í leit að marki. Afturelding átti fleiri hættulegri færi en tókst illa að nýta þau. Hrannar Snær Magnússon braut þann ís á 76. mínútu leiksins með frábæru marki eftir sendingu frá Georgi Bjarnasyni. Afturelding virtist ætla að halda þetta út og reyndi eftir bestu getu að tefja leikinn á lokamínútum leiksins. Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði metin á lokasekúndum leiksins fyrir Vestra og lokatölur því 1-1. Atvik leiksins Það verður að vera jöfnunarmark Vestra. Það var mikil spenna í loftinu, Afturelding hafði klúðrar góðum færum. Vestri fékk þrjár aukaspyrnur í uppbótartíma og tókst loks að koma boltanum í netið í þriðju tilraun. Stjörnur og skúrkar Hrannar Snær Magnússon var frábær í þessum leik á vinstri kantinum, líkt og hann hefur verið í allt sumar. Jökull Andrésson hefði óneitanlega þurft að gera betur í jöfnunarmarkinu en hann nær að slá boltann út í teig eftir skalla frá Pétri Bjarnasyni og þar er Ágúst Eðvald mættur og setur boltann í netið. Stemning og umgjörð 950 manns gerðu sér ferð á völlinn í Mosfellsbæ. Lífleg stemning eins og alltaf hjá Aftureldingu. Vel mætt hjá báðum liðum í dag og bara alvöru stemning á vellinum. Dómarar Ívar Orri Kristjánsson var á flautunni í dag, með honum voru Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Það voru engin vafa atvik að mínu mati og heilt yfir var þetta fín dómgæsla [8]. Viðtöl Jón Þór Hauksson: Tökum þetta stig með okkur Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra.vísir / jón gautur „Við verðum að vera sáttir við stigið úr því sem komið er og hvernig þessi leikur þróaðist. Ég er ofboðslega ánægður með það að við skyldum aldrei gefast upp,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, eftir leik. „Við héldum áfram alveg þangað til í blálokin og strákarnir gerðu það gríðarlega vel. Ég er ánægður að fara héðan með úrslit. Afturelding hefur verið að spila þessa skiptingu gríðarlega vel og eru feykilega öflugir á heimavelli.“ „Við tökum þetta stig með okkur og hefjum undirbúning fyrir orkumikla og kraftmikla viku á Ísafirði.“ „Það var gríðarlega mikilvægt að tapa þessum leik ekki, en auðvitað komum við hingað til þess að vinna. Það var fáranlega ljúft að ná þessu þarna í lokin.“ Þórður Ingason: Vonumst eftir hagstæðum úrslitum fyrir vestan Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, tók út leikbann í dag.vísir „Þeir dæla boltum inn og það kemur einn seinni bolti sem við erum ekki fyrstir á og þeir ná að jafna, svona er þetta bara stundum,“ sagði Þórður Ingason, þjálfari Aftureldingar, í fjarveru Magnúsar Más Einarssonar sem tók út leikbann í dag. „Þetta er mjög fúlt, þetta er hræðilegt. Við vorum góðir í þessum leik. Við vorum góðir fram að markinu og eftir markið byrjuðu þeir að dæla boltum á okkur. Við fengum samt þrjú dauðafæri til þess að komast í 2-0.“ „Þetta mark hefði aldrei átt að vera neitt annað en sárabótamark, því þessi leikur átti að vera búinn.“ „Við verðum að fara upp á Skaga og gera okkar, og vonast eftir hagstæðum úrslitum fyrir vestan, það er ekkert annað hægt að gera.“