Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. október 2025 17:00 KR tók á móti ÍBV í þýðingarmiklum leik á Meistaravöllum í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deild karla fór fram. Það mátti finna fyrir svolitlu stressi í stúkunni í dag enda mikið í húfi. KR stóðst pressuna og höfðu á endanum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og KR átti fyrsta tækifærið Guðmundur Andri Tryggvason átti flottan bolta fyrir markið strax á 2. mínútu leiksins sem Marcel Zapytowski sló frá og hann féll fyrir fætur Arons Sigurðarsonar sem átti tilraun framhjá markinu en Helgi Mikael Jónasson dómari var þá búin að flauta. Eyjamenn fengu svo frábært tækifæri til þess að skora á 8. mínútu leiksins þegar Alex Freyr Hilmarsson átti frábæra stungusendingu á bakvið vörn KR í hlaup hjá Oliver Heiðarssyni sem var mættur einn gegn Halldóri Snær Georgssyni markverði KR sem gerði frábærlega að loka á skotið og bjargaði því að KR myndi lenda undir snemma. Luke Rae í baráttunniAnton Brink/Vísir Liðin skiptust á að koma sér í flottar stöður og í færi. KR fékk aukaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik og átti Aron Sigurðarson skot sem datt ofan á þverslána. KR fengu fleiri færi í fyrri hálfleiknum en Eyjamenn fengu hættulegri færi. ÍBV voru stórhættulegir í skyndisóknum en þegar gengið var til hálfleiks var staðan markalaus. Heimamenn mættu með krafti út í síðari hálfleikinn og komu sér í góðar stöður. Það dró svo til tíðinda á 54. mínútu en þá fékk KR hornspyrnu. Marcel Zapytowksi markvörður ÍBV braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni og vítaspyrna dæmd. Aron Sigurðarson steig á punktinn og skoraði af öryggi og kom KR yfir eftir 55 mínútur. Aron Sigurðarson fagnar marki sínuAnton Brink/Vísir Þessi forysta lifði ekki lengi en tveim mínútum seinna var ÍBV búið að jafna metinn. Sverrir Páll Hjaltested átti fyrirgjöf fyrir markið sem Halldór Snær Georgsson missti í marki KR og eftir smá klafs var það Oliver Heiðarsson sem skilaði boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir ÍBV. Eyjamenn fagnaAnton Brink/Vísir KR náði aftur forystu á 63. mínútu en þá átti Hjalti Sigurðsson frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson reis hæst á fjærstönginni og stangaði boltann í netið og gaf KR forystu aftur. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmarkið í dag.Anton Brink/Vísir Varamannabekkur ÍBV fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu leiksins en þeir voru ósáttir með eitthvað inni á vellinum og létu vita af því við litla hrifningu dómara teymisins. Þorlákur Árnason yfirgaf bekk Eyjamanna. KR voru nær því að bæta við heldur en Eyjamenn að jafna en fleiri urðu mörkin ekki og gríðarlega mikilvægur sigur KR staðreynd 2-1. Þeir fara í hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Vestra fyrir vestan um að halda sæti sínu í deildinni. Atvik leiksins Sigurmarkið fær þetta hér. Frábær fyrirgjöf frá hægri þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson ætlar að skalla fyrir markið aftur en skallar boltann í boga yfir Marcel Zapytowski og í netið. Stjörnur og skúrkarAron Sigurðarson var allt í öllu hjá KR. Öruggur af vítapunktinum og átti einnig aukaspyrnu í fyrri sem fór í þverslána. Guðmundur Andri Tryggvason fiskaði vítið og fór í orðaskipti við Þorlák Árnason sem endaði með rauði spjaldi á bekkinn hjá ÍBV. Hjá ÍBV var Alex Freyr Hilmarsson að mínu mati besti leikmaðurinn.DómararnirDómari í dag var Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar voru Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson. Arnar Þór Stefánsson var varadómari og sérlegur tæknimaður á skiltinu.Heilt yfir fannst mér teymið standa sig bara þokkalega. Þorlákur Árnason var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hann fékk og hefði viljað sjá fleiri en bara sig vera tekna fyrir. Það er svo sem alveg fótur fyrir því held ég.Stemingin og umgjörðÞað var mikil stemning á Meistaravöllum hér í dag. Heimamenn sungu og trölluðu alveg frá fyrstu mínútu og studdu sitt lið áfram. Það var flott umgjörð fyrir leik hjá KR þar sem meðal annars var boðið upp á andlitsmálningar og candyfloss fyrir krakkana. ViðtölÓskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KRAnton Brink/Vísir„Ánægður með að menn nái að sýna svona frammistöðu þegar að öll spjót standa á þá“„Ég er mjög sáttur með frammistöðuna, sáttur með að ná þessum sigri“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR í samtali við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik.„Hann heldur okkur á lífi í þessari baráttu sem við erum í og setur þetta ef ég skil þetta rétt allt gjörsamlega í okkar hendur sem er mikilvægt“„Ég verð samt að segja að og ég veit það er kannski orðið þreytt og það er alltaf talað um að þetta sé bara úrslita bransi en ég trúi því samt að frammistöðurnar skipti máli og mér fannst frammistaðan í dag feykilega öflug“„Mér fannst við eiga þennan leik frá upphafi til enda og ég er bara ánægður með að menn nái að sýna svona frammistöðu þegar að öll spjót standa á þá. Þegar þeir eru komnir með bakið upp við veggin og jafnvel byssuna í munninn þá sýna þeir svona frammistöðu á móti öflugu Eyjaliði. Það finnst mér vera styrkleikamerki en bara frábær úrslit og vesturbærinn er glaður“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik.þorlákur árnasonVísir/Pawel Cieslikiewicz„Hluta af því tek ég á mig en dómarinn verður að hluta til að taka það á sig sjálfan“„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og vera klaufar að vera ekki yfir“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV í samtali við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik.„Við fáum besta færi fyrri hálfleiksins þegar Oliver fer einn í gegn og KR-ingar voru góðir samt sem áður. Þetta var bara eins og þessir fjórir leikir sem við höfum spilað við KR í sumar“„Opnir og ótrúlega skemmtilegir á að horfa því þetta eru ólíkir leikstílar. Mér fannst svo KR bara betri í seinni hálfleik. Mér fannst vanta aðeins meiri kraft í okkur í seinni hálfleik en engu að síður er ég stoltur af mínu liði“Þorlákur Árnason fékk að líta rauða spjaldið í dag á bekknum.„Það er blanda af einhverju. Hluta af því tek ég á mig en dómarinn verður að hluta til að taka það á sig sjálfan án þess að ég ætli að fara eitthvað dýpra í það. Ég held að það sé ekki skynsamleg að segja alla söguna en ég auðvitað bara ber ábyrgð á því fyrst og fremst“„Ég verð líka að segja að dómarinn hefði átt að höndla þetta miklu betur“ sagði Þorlákur Árnason. Besta deild karla KR ÍBV
KR tók á móti ÍBV í þýðingarmiklum leik á Meistaravöllum í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deild karla fór fram. Það mátti finna fyrir svolitlu stressi í stúkunni í dag enda mikið í húfi. KR stóðst pressuna og höfðu á endanum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og KR átti fyrsta tækifærið Guðmundur Andri Tryggvason átti flottan bolta fyrir markið strax á 2. mínútu leiksins sem Marcel Zapytowski sló frá og hann féll fyrir fætur Arons Sigurðarsonar sem átti tilraun framhjá markinu en Helgi Mikael Jónasson dómari var þá búin að flauta. Eyjamenn fengu svo frábært tækifæri til þess að skora á 8. mínútu leiksins þegar Alex Freyr Hilmarsson átti frábæra stungusendingu á bakvið vörn KR í hlaup hjá Oliver Heiðarssyni sem var mættur einn gegn Halldóri Snær Georgssyni markverði KR sem gerði frábærlega að loka á skotið og bjargaði því að KR myndi lenda undir snemma. Luke Rae í baráttunniAnton Brink/Vísir Liðin skiptust á að koma sér í flottar stöður og í færi. KR fékk aukaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik og átti Aron Sigurðarson skot sem datt ofan á þverslána. KR fengu fleiri færi í fyrri hálfleiknum en Eyjamenn fengu hættulegri færi. ÍBV voru stórhættulegir í skyndisóknum en þegar gengið var til hálfleiks var staðan markalaus. Heimamenn mættu með krafti út í síðari hálfleikinn og komu sér í góðar stöður. Það dró svo til tíðinda á 54. mínútu en þá fékk KR hornspyrnu. Marcel Zapytowksi markvörður ÍBV braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni og vítaspyrna dæmd. Aron Sigurðarson steig á punktinn og skoraði af öryggi og kom KR yfir eftir 55 mínútur. Aron Sigurðarson fagnar marki sínuAnton Brink/Vísir Þessi forysta lifði ekki lengi en tveim mínútum seinna var ÍBV búið að jafna metinn. Sverrir Páll Hjaltested átti fyrirgjöf fyrir markið sem Halldór Snær Georgsson missti í marki KR og eftir smá klafs var það Oliver Heiðarsson sem skilaði boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir ÍBV. Eyjamenn fagnaAnton Brink/Vísir KR náði aftur forystu á 63. mínútu en þá átti Hjalti Sigurðsson frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson reis hæst á fjærstönginni og stangaði boltann í netið og gaf KR forystu aftur. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmarkið í dag.Anton Brink/Vísir Varamannabekkur ÍBV fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu leiksins en þeir voru ósáttir með eitthvað inni á vellinum og létu vita af því við litla hrifningu dómara teymisins. Þorlákur Árnason yfirgaf bekk Eyjamanna. KR voru nær því að bæta við heldur en Eyjamenn að jafna en fleiri urðu mörkin ekki og gríðarlega mikilvægur sigur KR staðreynd 2-1. Þeir fara í hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Vestra fyrir vestan um að halda sæti sínu í deildinni. Atvik leiksins Sigurmarkið fær þetta hér. Frábær fyrirgjöf frá hægri þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson ætlar að skalla fyrir markið aftur en skallar boltann í boga yfir Marcel Zapytowski og í netið. Stjörnur og skúrkarAron Sigurðarson var allt í öllu hjá KR. Öruggur af vítapunktinum og átti einnig aukaspyrnu í fyrri sem fór í þverslána. Guðmundur Andri Tryggvason fiskaði vítið og fór í orðaskipti við Þorlák Árnason sem endaði með rauði spjaldi á bekkinn hjá ÍBV. Hjá ÍBV var Alex Freyr Hilmarsson að mínu mati besti leikmaðurinn.DómararnirDómari í dag var Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar voru Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson. Arnar Þór Stefánsson var varadómari og sérlegur tæknimaður á skiltinu.Heilt yfir fannst mér teymið standa sig bara þokkalega. Þorlákur Árnason var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hann fékk og hefði viljað sjá fleiri en bara sig vera tekna fyrir. Það er svo sem alveg fótur fyrir því held ég.Stemingin og umgjörðÞað var mikil stemning á Meistaravöllum hér í dag. Heimamenn sungu og trölluðu alveg frá fyrstu mínútu og studdu sitt lið áfram. Það var flott umgjörð fyrir leik hjá KR þar sem meðal annars var boðið upp á andlitsmálningar og candyfloss fyrir krakkana. ViðtölÓskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KRAnton Brink/Vísir„Ánægður með að menn nái að sýna svona frammistöðu þegar að öll spjót standa á þá“„Ég er mjög sáttur með frammistöðuna, sáttur með að ná þessum sigri“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR í samtali við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik.„Hann heldur okkur á lífi í þessari baráttu sem við erum í og setur þetta ef ég skil þetta rétt allt gjörsamlega í okkar hendur sem er mikilvægt“„Ég verð samt að segja að og ég veit það er kannski orðið þreytt og það er alltaf talað um að þetta sé bara úrslita bransi en ég trúi því samt að frammistöðurnar skipti máli og mér fannst frammistaðan í dag feykilega öflug“„Mér fannst við eiga þennan leik frá upphafi til enda og ég er bara ánægður með að menn nái að sýna svona frammistöðu þegar að öll spjót standa á þá. Þegar þeir eru komnir með bakið upp við veggin og jafnvel byssuna í munninn þá sýna þeir svona frammistöðu á móti öflugu Eyjaliði. Það finnst mér vera styrkleikamerki en bara frábær úrslit og vesturbærinn er glaður“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik.þorlákur árnasonVísir/Pawel Cieslikiewicz„Hluta af því tek ég á mig en dómarinn verður að hluta til að taka það á sig sjálfan“„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og vera klaufar að vera ekki yfir“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV í samtali við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik.„Við fáum besta færi fyrri hálfleiksins þegar Oliver fer einn í gegn og KR-ingar voru góðir samt sem áður. Þetta var bara eins og þessir fjórir leikir sem við höfum spilað við KR í sumar“„Opnir og ótrúlega skemmtilegir á að horfa því þetta eru ólíkir leikstílar. Mér fannst svo KR bara betri í seinni hálfleik. Mér fannst vanta aðeins meiri kraft í okkur í seinni hálfleik en engu að síður er ég stoltur af mínu liði“Þorlákur Árnason fékk að líta rauða spjaldið í dag á bekknum.„Það er blanda af einhverju. Hluta af því tek ég á mig en dómarinn verður að hluta til að taka það á sig sjálfan án þess að ég ætli að fara eitthvað dýpra í það. Ég held að það sé ekki skynsamleg að segja alla söguna en ég auðvitað bara ber ábyrgð á því fyrst og fremst“„Ég verð líka að segja að dómarinn hefði átt að höndla þetta miklu betur“ sagði Þorlákur Árnason.
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti