Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar 15. október 2025 07:31 Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun