Innlent

Minni­háttar eldur í Nytjamarkaði á Sel­fossi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Eldurinn kviknaði á Selfossi.
Eldurinn kviknaði á Selfossi. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í Nytjamarkaðinum á Selfossi rétt fyrir klukkan tólf. 

Þetta staðfesti Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega.

„Það var einn aðili með einhverja brunaáverka á hendi en ekki neitt sem er talið vera alvarlegt. Sjúkraflutningamenn kíktu á hann. Þetta var eldur í fatahengi og búið er að slökkva eldinn. Eldsupptök eru til rannsóknar,“ segir hann.

„Þeir eru á vettvangi núna, slökkviliðsmennirnir okkar. Það var búið að slökkva þegar þega þeir komu á vettvang,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

„Það var eldur sem kviknaði í einhverjum fötum í miðri búð.“

Pétur segir að aðeins hafi verið um minniháttar eld að ræða og það sé sérstaklega snörum viðbrögðum aðila í versluninni að þakka.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×