Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 16:25 Jónína Brynjólfsdóttir og Gerður Björk Sverrissdóttir gegna forystuhlutverki í tveimur sveitarfélögum sitt hvoru megin á landinu sem bæði hafa þegar farið í gegnum sameiningarferli. Vísir/Lýður Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína. Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína.
Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira