Lífið

Hætt við at­kvæða­greiðslu um þátt­töku Ísraels í Euro­vision

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ísraelar lögðu mikið upp úr markaðsstarfi fyrir Eurovision í ár. Framlag Ísraels hafnaði í öðru sæti og var nærri sigri.
Ísraelar lögðu mikið upp úr markaðsstarfi fyrir Eurovision í ár. Framlag Ísraels hafnaði í öðru sæti og var nærri sigri.

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa hætt við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um hvort Ísrael fái að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Málið verði rætt á aðalfundi samtakanna í desember.

Í tilkynningu frá EBU er vísað til friðarviðræðna milli Ísraelsmanna og Palestínu á Gasa. 

Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslunnar í nóvember vegna ósættis með þátttöku Ísraels í keppninni. Nokkrar þjóðir höfðu boðað forföll yrði Ísrael meðal keppenda en á sama tíma hafa aðrar þjóðir staðfest þátttöku óháð Ísrael. 

Í frétt RÚV segir að til hafi staðið að ákveða hvernig RÚV greiddi atkvæði á nóvemberfundinum á fundi stjórnar RÚV í lok október. 

Eurovision-keppnin fer fram í Wiener Stadthalle í Vín í Austurríki í maí á næsta ári.


Tengdar fréttir

Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka

Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. 

Ís­rael sagt sig úr sam­félagi siðaðra manna

Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.