Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2025 14:34 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, árið 2019. Til stóð að þeir myndu hittast í Suður-Kóreu á næstunni en nú virðist sem að ekki verði af þeim fundi vegna viðskiptadeilna ríkjanna. AP/Susan Walsh Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína. Deilurnar gætu haft gífurleg áhrif á heiminn allan fylgi leiðtogar ríkjanna hótunum sínum eftir. Trump hefur áður beitt Kína nokkuð umfangsmiklum tollum. Kínverjar birtu í morgun nýja tölfræði um útflutning í september en hún gefur til kynna að útflutningur til Bandaríkjanna hafi dregist saman sex mánuði í röð. Í september var útflutningurinn 27 prósentum minni en hann var í september í fyrra. Þrátt fyrir það hefur útflutningur frá Kína, heilt yfir, aukist um 8,3 prósent milli ára, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump boðaði nýverið hundrað prósenta toll á vörur frá Kína en það var í kjölfar þess að Kínverjar tilkynntu umfangsmiklar takmarkanir á útflutning svokallaðra sjaldgæfra málma, vörur sem eru að einhverjum hluta framleiddar úr þeim. Kínverjar eru svo gott sem einráðir á markaði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir birgðakeðjum Vesturlanda. Sérstaklega hvað varðar framleiðslu tæknibúnaðar, bíla og nútímahergagna. Sú tilkynning Kínverja virtist koma Bandaríkjamönnum, eða í það minnsta Trump, í opna skjöldu en hann sagði hana hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Í gær dró hann aðeins úr og sagðist vilja vinna með Kína. Trump gaf þó ekki til kynna að hann ætlaði að hætta við að hækka tollana og virðist sem að orð Trumps hafi ekki dugað til. Sjá einnig: „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í gær að ef staðið yrði við tollana myndi það koma verulega niður á samskiptum ríkjanna og að Kínverjar myndu svara fyrir sig, samkvæmt AP fréttaveitunni. Gæti komið niður á stuðningi við Úkraínu Eins og áður segir eru sjaldgæfir málmar gífurlega mikilvægir í iðnaði víða um heim. Haldi Kínverjar ætlunum sínum til streitu mun það að öllum líkindum ekki eingöngu koma niður á samskiptum þeirra við Bandaríkjamenn heldur einnig við Evrópubúa. Áðurnefndir tálmar fela í sér að til standi að banna alfarið útflutning á þessum málmum og afurðum úr þeim ef nota á þá í framleiðslu hergagna. Þar eru sjaldgæfir málmar sérstaklega mikilvægir þar sem þeir eru nauðsynlegir við framleiðslu flestra nútímavopna og vopnakerfa, hvort sem um er að ræða skriðdreka, herþotu eða stýriflaug. Í frétt New York Times segir að í Evrópu hafi ráðamenn sérstaklega áhyggjur af því að tálmarnir muni koma niður á getu ríkjanna til að standa við bak Úkraínumanna og því að fylla aftur á vopnabúr heimsálfunnar á næstu árum. Ráðamenn í Kína segjast hlutlausir, þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Kínverjar hafa þó aðstoðað Rússa við innrás þeirra í Úkraínu og þá sérstaklega hvað varðar þróun og framleiðslu dróna. Sala á drónum og íhlutum í þá frá Kína til Rússlands hefur aukist til muna. Bílaframleiðendur í slæmri stöðu Á eftir hergagnaframleiðslu er talið að tálmarnir muni koma sérstaklega niður á bílaframleiðendum. Til að framleiða hefðbundinn bensínbíl þarf fleiri en fjörutíu segla og sérstaka rafmagnsmótora sem búnir eru til úr mismunandi sjaldgæfum málum. Mun meira þarf af sjaldgæfum málmum við framleiðslu rafmagnsbíla. Fyrir nokkrum mánuðum byrjuðu Kínverjar að krefjast þess að öll fyrirtæki sem kaupi sjaldgæfa málma frá Kína fái sérstakt leyfi frá yfirvöldum þar og hefur það þegar leitt til mikilla tafa hjá bílaframleiðendum. Forsvarsmenn geirans segja að umsóknarferlið einkennist af miklum hægagangi og veseni. Þess vegna höfðu margir byrjað að kaupa afurðirnar úr málmunum frá Kína, í stað þess að kaupa málmana og framleiða afurðirnar annarsstaðar. Nýju tálmarnir gætu þó bundið enda á þessa hjáleið. Önnur leið sem hefur verið beitt er að kaupa meira af þeim fyrirtækjum utan Kína sem selja sjaldgæfa málma. Þau eru ekki mörg og magnið takmarkað en þau notast flest við kínverska tækni til að vinna málmana og eru Kínverjar einnig að setja tálma á þau fyrirtæki og hverjum þau mega selja. Allir, nema einn Eitt fyrirtæki er þó í aðeins betri stöðu en önnur á markaði bílaframleiðenda. Árið 2021 ákváðu stjórnendur bandaríska fyrirtækisins GM að leggja talsvert púður í að draga úr því hve mikið fyrirtækið reiddi á sjaldgæfa málma og segla úr þeim frá Kína. Var farið í töluverðar fjárfestingar vegna þessa átaks og hefur fyrirtækið síðan þá verið að kaupa málma og segla af öðrum óreyndari fyrirtækjum og fyrir meiri pening en aðrir. Nú er staðan hins vegar sú að GM gæti, samkvæmt frétt Wall Street Journal, verið eina bílafyrirtæki Bandaríkjanna, sem hafi áfram aðgang að seglum úr sjaldgæfum málmum. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja, og ráðamenn ríkja, eru nú sagðir leita nýrra birgja utan Kína. Það getur þó tekið mörg ár að byggja upp innviði og reynslu í því að grafa upp sjaldgæfa málma og vinna þá. Sjaldgæfir málmar finnast víða í skorpu jarðarinnar. Þeir eru þó sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum, heldur finnast þeir oftar en ekki dreifðir í tilteknu bergi. Vegna þessa getur reynst erfitt að sækja þá í jörðina og þar að auki er vinnsla þeirra erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Á undanförnum árum hefur þessi iðnaður að gífurlega miklu leyti færst til Kína. Talið er að Kínverjar grafi um 61 prósent sjaldgæfra málma heimsins úr jörðu. Nánast öll vinnsla þeirra fer þó fram í Kína en Kínverjar eru taldir vera með um 92 prósenta markaðshlutdeild, heilt yfir. Kínverjar eru nánast þeir einu sem framleiða nokkra málma. Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Hernaður Bílar Tengdar fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi. 11. október 2025 09:03 Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum. 11. júní 2025 13:48 Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15. janúar 2025 13:37 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Deilurnar gætu haft gífurleg áhrif á heiminn allan fylgi leiðtogar ríkjanna hótunum sínum eftir. Trump hefur áður beitt Kína nokkuð umfangsmiklum tollum. Kínverjar birtu í morgun nýja tölfræði um útflutning í september en hún gefur til kynna að útflutningur til Bandaríkjanna hafi dregist saman sex mánuði í röð. Í september var útflutningurinn 27 prósentum minni en hann var í september í fyrra. Þrátt fyrir það hefur útflutningur frá Kína, heilt yfir, aukist um 8,3 prósent milli ára, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump boðaði nýverið hundrað prósenta toll á vörur frá Kína en það var í kjölfar þess að Kínverjar tilkynntu umfangsmiklar takmarkanir á útflutning svokallaðra sjaldgæfra málma, vörur sem eru að einhverjum hluta framleiddar úr þeim. Kínverjar eru svo gott sem einráðir á markaði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir birgðakeðjum Vesturlanda. Sérstaklega hvað varðar framleiðslu tæknibúnaðar, bíla og nútímahergagna. Sú tilkynning Kínverja virtist koma Bandaríkjamönnum, eða í það minnsta Trump, í opna skjöldu en hann sagði hana hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Í gær dró hann aðeins úr og sagðist vilja vinna með Kína. Trump gaf þó ekki til kynna að hann ætlaði að hætta við að hækka tollana og virðist sem að orð Trumps hafi ekki dugað til. Sjá einnig: „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í gær að ef staðið yrði við tollana myndi það koma verulega niður á samskiptum ríkjanna og að Kínverjar myndu svara fyrir sig, samkvæmt AP fréttaveitunni. Gæti komið niður á stuðningi við Úkraínu Eins og áður segir eru sjaldgæfir málmar gífurlega mikilvægir í iðnaði víða um heim. Haldi Kínverjar ætlunum sínum til streitu mun það að öllum líkindum ekki eingöngu koma niður á samskiptum þeirra við Bandaríkjamenn heldur einnig við Evrópubúa. Áðurnefndir tálmar fela í sér að til standi að banna alfarið útflutning á þessum málmum og afurðum úr þeim ef nota á þá í framleiðslu hergagna. Þar eru sjaldgæfir málmar sérstaklega mikilvægir þar sem þeir eru nauðsynlegir við framleiðslu flestra nútímavopna og vopnakerfa, hvort sem um er að ræða skriðdreka, herþotu eða stýriflaug. Í frétt New York Times segir að í Evrópu hafi ráðamenn sérstaklega áhyggjur af því að tálmarnir muni koma niður á getu ríkjanna til að standa við bak Úkraínumanna og því að fylla aftur á vopnabúr heimsálfunnar á næstu árum. Ráðamenn í Kína segjast hlutlausir, þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Kínverjar hafa þó aðstoðað Rússa við innrás þeirra í Úkraínu og þá sérstaklega hvað varðar þróun og framleiðslu dróna. Sala á drónum og íhlutum í þá frá Kína til Rússlands hefur aukist til muna. Bílaframleiðendur í slæmri stöðu Á eftir hergagnaframleiðslu er talið að tálmarnir muni koma sérstaklega niður á bílaframleiðendum. Til að framleiða hefðbundinn bensínbíl þarf fleiri en fjörutíu segla og sérstaka rafmagnsmótora sem búnir eru til úr mismunandi sjaldgæfum málum. Mun meira þarf af sjaldgæfum málmum við framleiðslu rafmagnsbíla. Fyrir nokkrum mánuðum byrjuðu Kínverjar að krefjast þess að öll fyrirtæki sem kaupi sjaldgæfa málma frá Kína fái sérstakt leyfi frá yfirvöldum þar og hefur það þegar leitt til mikilla tafa hjá bílaframleiðendum. Forsvarsmenn geirans segja að umsóknarferlið einkennist af miklum hægagangi og veseni. Þess vegna höfðu margir byrjað að kaupa afurðirnar úr málmunum frá Kína, í stað þess að kaupa málmana og framleiða afurðirnar annarsstaðar. Nýju tálmarnir gætu þó bundið enda á þessa hjáleið. Önnur leið sem hefur verið beitt er að kaupa meira af þeim fyrirtækjum utan Kína sem selja sjaldgæfa málma. Þau eru ekki mörg og magnið takmarkað en þau notast flest við kínverska tækni til að vinna málmana og eru Kínverjar einnig að setja tálma á þau fyrirtæki og hverjum þau mega selja. Allir, nema einn Eitt fyrirtæki er þó í aðeins betri stöðu en önnur á markaði bílaframleiðenda. Árið 2021 ákváðu stjórnendur bandaríska fyrirtækisins GM að leggja talsvert púður í að draga úr því hve mikið fyrirtækið reiddi á sjaldgæfa málma og segla úr þeim frá Kína. Var farið í töluverðar fjárfestingar vegna þessa átaks og hefur fyrirtækið síðan þá verið að kaupa málma og segla af öðrum óreyndari fyrirtækjum og fyrir meiri pening en aðrir. Nú er staðan hins vegar sú að GM gæti, samkvæmt frétt Wall Street Journal, verið eina bílafyrirtæki Bandaríkjanna, sem hafi áfram aðgang að seglum úr sjaldgæfum málmum. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja, og ráðamenn ríkja, eru nú sagðir leita nýrra birgja utan Kína. Það getur þó tekið mörg ár að byggja upp innviði og reynslu í því að grafa upp sjaldgæfa málma og vinna þá. Sjaldgæfir málmar finnast víða í skorpu jarðarinnar. Þeir eru þó sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum, heldur finnast þeir oftar en ekki dreifðir í tilteknu bergi. Vegna þessa getur reynst erfitt að sækja þá í jörðina og þar að auki er vinnsla þeirra erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Á undanförnum árum hefur þessi iðnaður að gífurlega miklu leyti færst til Kína. Talið er að Kínverjar grafi um 61 prósent sjaldgæfra málma heimsins úr jörðu. Nánast öll vinnsla þeirra fer þó fram í Kína en Kínverjar eru taldir vera með um 92 prósenta markaðshlutdeild, heilt yfir. Kínverjar eru nánast þeir einu sem framleiða nokkra málma.
Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Hernaður Bílar Tengdar fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi. 11. október 2025 09:03 Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum. 11. júní 2025 13:48 Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15. janúar 2025 13:37 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi. 11. október 2025 09:03
Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum. 11. júní 2025 13:48
Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21
Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15. janúar 2025 13:37