Erlent

Bein út­sending: Mikil fagnaðar­læti í Palestínu og Ísrael

Samúel Karl Ólason skrifar
Tekið á móti fyrrverandi föngum Ísraela.
Tekið á móti fyrrverandi föngum Ísraela. AP/Mahmoud Illean

Hamas-liðar slepptu í morgun þeim tuttugu gíslum sem voru enn í haldi þeirra í morgun og samhliða því slepptu Ísraelar tæplega tvö þúsund manns sem þeir hafa haldið föngnum. Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað bæði í Ísrael og á Gasaströndinni og Vesturbakkanum.

AP fréttaveitan er með beina útsendingu frá Khan Younis, þar sem Palestínumönnum var sleppt úr haldi Ísraela í dag. Fjöldi fólks er þar samankominn en rútur fluttu einnig fólk á Vesturbakkann.

Þá hefur fréttaveitan einnig verið með beina útsendingu frá Ísrael, þar sem gíslarnir hafa verið fluttir til aðhlynningar og til fjölskyldna sinna.


Tengdar fréttir

Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni

Þeir tuttugu gíslar sem voru enn lifandi í haldi Hamas-samtakanna var sleppt og þeir afhentir Rauða krossinum í morgun. Þetta staðfestir Ísraelsher. Gert er ráð fyrir að líkum 28 gísla til viðbótar verði skilað síðar í dag.

Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa

Flutningabílum hlöðnum hjálpargögnum var ekið inn í Gasa snemma í morgun. Ísraelsher segir fimm hundruð slíka bíla hafa farið yfir egypsku landamærin í dag en hjálparsamtök kalla eftir mun meiri aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×