Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. október 2025 19:43 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira