Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 11:44 Fjöldi Palestínumanna sneri aftur að heimilum sínum eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Mikil eyðilegging blasir við. AP Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Sjá meira
Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Sjá meira
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent