Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar 10. október 2025 16:02 Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Tengdar fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár.
„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun