Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar 10. október 2025 13:30 Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun