Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2025 07:02 Friðrik Franz, sem leikur knattspyrnu með Grindavík, slapp lygilega vel eftir að hafa keyrt aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar. Móðir hans segir bílinn, sem er sá sem má sjá á þessari mynd, hafa staðið óhreyfðan svo vikum skipti. Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn. Aðfaranótt 21. september síðastliðins barst lögreglu tilkynning um slys þar sem ekið var á mannlausa bifreið á Reykjanesbraut við Kúagerði. Ökumaðurinn, hinn 18 ára Friðrik Franz Guðmundsson, var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann reyndist ekki hafa slasast alvarlega. Stóð sjálfur upp úr gjörónýtum bílnum Í samtali við fréttastofu segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, móðir Friðriks, mikla mildi að ekki hafi farið verr. Eins og sjá má á myndum af báðum bílum var höggið mikið, og bílarnir afar illa leiknir. „Þótt ótrúlegt sé þá labbaði hann bara út úr bílnum og er í toppstandi. Enda sagði ég við bílasalann að ég ætlaði að fá aftur eins bíl.““ segir Rannveig. Rannveig segist hafa farið beint til bílasalans sem seldi henni bílinn sem Friðrik var á og beðið um annan eins. Hún telur næsta víst að mun verr hefði getað farið, og erfitt er að andmæla því út frá myndum af bílunum tveimur eftir slysið. „Það er einhver sem vakir yfir honum. Þetta er bara magnað. Þegar ég kom á slysstað og fór með honum í sjúkrabílnum upp á spítala þá hefði ég ekki trúað því, miðað við hvernig bílarnir voru þarna úti í hrauni, að hann hefði labbað út úr bílnum.“ Mikil mildi sé að enginn hafi verið með Friðrik í bílnum enda hægri hlið bílsins töluvert tjónaðari en ökumannshliðin. „Galin“ staðsetning Rannveig segir að bíllinn sem Friðrik hafi ekið á hafi staðið kyrrstæður á brautinni í lengri tíma. „Ég keyri inn í innri Njarðvík á hverjum einasta degi. Ég var búin að keyra fram hjá þessum bíl örugglega í fjórar vikur. Staðsetningin á honum var alveg galin. Hann er þarna í beygjunni, það eru ljósastaurar öðru megin við veginn og þetta er tvöföldun. Það eru þá rúmlega fjórar akreinar á milli, og þú sérð ekkert í þessu myrkri klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Rannveig. Grár litur bílsins hafi ekki bætt úr skák, þar sem hann falli nokkuð vel inn í veginn og hraunið um kring í myrkrinu. Hér að neðan má sjá veginn um Kúagerði, á þeim slóðum þar sem slysið varð. Rannveig segist ekki vita hvort bíllinn hafi verið tilkynntur til lögreglunnar á þeim tíma sem hann stóð í vegkantinum. Þó sé algengt að bílar standi yfirgefnir í kantinum, oft tveir eða þrír á hverjum degi. „Sumir eru farnir eftir nokkra daga og aðrir samdægurs en maður spyr sig bara af hverju þetta er ekki fjarlægt strax. Þetta er slysahætta.“ Þá megi velta fyrir sér hvort lögreglumenn sem keyri þessa leið taki ekki frumkvæði að því að láta fjarlægja bíla, eða hvort það sé á ábyrgð borgaranna að tilkynna bíla í vegkanti í hvert skipti sem þeir sjái þá. „Hvort það eigi ekki að vera löggæslan og sá sem á bílinn?“ Sennilega í órétti Rannveig segist telja að sonur hennar hafi verið í órétti þegar slysið varð, þar sem hann hafi ekið á kyrrstæðan bíl. „Við fórum með þetta í gegnum tryggingarnar og fengum þetta bætt. Við erum vel tryggð hjá Verði og þau voru ekkert eðlilega almennileg við okkur. Við erum þakklát fyrir það.“ Rannveig veltir fyrir sér hvort lögreglan verði þess ekki áskynja að bílar liggi í kanti Reykjanesbrautar svo vikum skipti, án þess að vegfarendur hringi þá inn. Rannveig ítrekar hve miklu verr hefði getað farið. „Alltaf þegar maður sér myndirnar af bílunum þá furða ég mig á því hvernig drengurinn labbaði bara út úr bílnum. En eins og ég segi, það er einhver að passa hann, einhver góður.“ Ekki unnt að segja til um tilkynningar Fréttastofu höfðu borist ábendingar eftir slysið um að bíllinn hefði staðið við Reykjanesbraut í lengri tíma, líkt og Rannveig nefndi, þannig að tekið hefði verið eftir. Bíllinn sem skilinn var eftir úti í kanti. Í skriflegu svari lögreglunnar á Suðurnesjum við fyrirspurn fréttastofu segir þó að engar tilkynningar hafi borist út frá númeri bifreiðarinnar, og því ekki hægt að segja til um hvort tilkynningar hafi borist embættinu vegna viðkomandi bifreiðar. „Verklagið er þannig að hringt er í eiganda og honum gefinn kostur á að sækja bifreiðina sem allra fyrst, oftast gefinn nokkrar klst. Ef viðkomandi verður ekki við því er fjarlægð á kostnað skráðs eiganda,“ segir í svarinu, sem undirritað er af Bjarneyju Annelsdóttur, yfirlögregluþjóni á Suðurnesjum. Samgöngur Reykjanesbær Samgönguslys Lögreglumál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Aðfaranótt 21. september síðastliðins barst lögreglu tilkynning um slys þar sem ekið var á mannlausa bifreið á Reykjanesbraut við Kúagerði. Ökumaðurinn, hinn 18 ára Friðrik Franz Guðmundsson, var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann reyndist ekki hafa slasast alvarlega. Stóð sjálfur upp úr gjörónýtum bílnum Í samtali við fréttastofu segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, móðir Friðriks, mikla mildi að ekki hafi farið verr. Eins og sjá má á myndum af báðum bílum var höggið mikið, og bílarnir afar illa leiknir. „Þótt ótrúlegt sé þá labbaði hann bara út úr bílnum og er í toppstandi. Enda sagði ég við bílasalann að ég ætlaði að fá aftur eins bíl.““ segir Rannveig. Rannveig segist hafa farið beint til bílasalans sem seldi henni bílinn sem Friðrik var á og beðið um annan eins. Hún telur næsta víst að mun verr hefði getað farið, og erfitt er að andmæla því út frá myndum af bílunum tveimur eftir slysið. „Það er einhver sem vakir yfir honum. Þetta er bara magnað. Þegar ég kom á slysstað og fór með honum í sjúkrabílnum upp á spítala þá hefði ég ekki trúað því, miðað við hvernig bílarnir voru þarna úti í hrauni, að hann hefði labbað út úr bílnum.“ Mikil mildi sé að enginn hafi verið með Friðrik í bílnum enda hægri hlið bílsins töluvert tjónaðari en ökumannshliðin. „Galin“ staðsetning Rannveig segir að bíllinn sem Friðrik hafi ekið á hafi staðið kyrrstæður á brautinni í lengri tíma. „Ég keyri inn í innri Njarðvík á hverjum einasta degi. Ég var búin að keyra fram hjá þessum bíl örugglega í fjórar vikur. Staðsetningin á honum var alveg galin. Hann er þarna í beygjunni, það eru ljósastaurar öðru megin við veginn og þetta er tvöföldun. Það eru þá rúmlega fjórar akreinar á milli, og þú sérð ekkert í þessu myrkri klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Rannveig. Grár litur bílsins hafi ekki bætt úr skák, þar sem hann falli nokkuð vel inn í veginn og hraunið um kring í myrkrinu. Hér að neðan má sjá veginn um Kúagerði, á þeim slóðum þar sem slysið varð. Rannveig segist ekki vita hvort bíllinn hafi verið tilkynntur til lögreglunnar á þeim tíma sem hann stóð í vegkantinum. Þó sé algengt að bílar standi yfirgefnir í kantinum, oft tveir eða þrír á hverjum degi. „Sumir eru farnir eftir nokkra daga og aðrir samdægurs en maður spyr sig bara af hverju þetta er ekki fjarlægt strax. Þetta er slysahætta.“ Þá megi velta fyrir sér hvort lögreglumenn sem keyri þessa leið taki ekki frumkvæði að því að láta fjarlægja bíla, eða hvort það sé á ábyrgð borgaranna að tilkynna bíla í vegkanti í hvert skipti sem þeir sjái þá. „Hvort það eigi ekki að vera löggæslan og sá sem á bílinn?“ Sennilega í órétti Rannveig segist telja að sonur hennar hafi verið í órétti þegar slysið varð, þar sem hann hafi ekið á kyrrstæðan bíl. „Við fórum með þetta í gegnum tryggingarnar og fengum þetta bætt. Við erum vel tryggð hjá Verði og þau voru ekkert eðlilega almennileg við okkur. Við erum þakklát fyrir það.“ Rannveig veltir fyrir sér hvort lögreglan verði þess ekki áskynja að bílar liggi í kanti Reykjanesbrautar svo vikum skipti, án þess að vegfarendur hringi þá inn. Rannveig ítrekar hve miklu verr hefði getað farið. „Alltaf þegar maður sér myndirnar af bílunum þá furða ég mig á því hvernig drengurinn labbaði bara út úr bílnum. En eins og ég segi, það er einhver að passa hann, einhver góður.“ Ekki unnt að segja til um tilkynningar Fréttastofu höfðu borist ábendingar eftir slysið um að bíllinn hefði staðið við Reykjanesbraut í lengri tíma, líkt og Rannveig nefndi, þannig að tekið hefði verið eftir. Bíllinn sem skilinn var eftir úti í kanti. Í skriflegu svari lögreglunnar á Suðurnesjum við fyrirspurn fréttastofu segir þó að engar tilkynningar hafi borist út frá númeri bifreiðarinnar, og því ekki hægt að segja til um hvort tilkynningar hafi borist embættinu vegna viðkomandi bifreiðar. „Verklagið er þannig að hringt er í eiganda og honum gefinn kostur á að sækja bifreiðina sem allra fyrst, oftast gefinn nokkrar klst. Ef viðkomandi verður ekki við því er fjarlægð á kostnað skráðs eiganda,“ segir í svarinu, sem undirritað er af Bjarneyju Annelsdóttur, yfirlögregluþjóni á Suðurnesjum.
Samgöngur Reykjanesbær Samgönguslys Lögreglumál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira