Lífið

Karen og Hjalti orðin tveggja barna for­eldrar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Karen og Hjalti eignuðust stúlku í vikunni.
Karen og Hjalti eignuðust stúlku í vikunni. Instagram

Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur og uppistandari, og unnusti hennar, Hjalti Jón Guðmundsson, eru orðin tveggja barna foreldrar. Parið eignaðist stúlku í vikunni. 

„Mættust og loðnust,“ skrifaði Karen og birti mynd af litlu stúlkunni í hringrásinni á Instgram. Fyrir eiga þau Guðmund Eyfjörð sem fæddist í október 2021.

Karen og Hjalti eru búin að vera saman í rúm tólf ár. Þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri þaðan sem þau eru bæði ættuð. Þau byrjuðu saman rétt fyrir útskrift en fluttu fljótlega suður þar sem þau keyptu sína fyrstu íbúð í miðbænum.

Karen hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur og hefur meðal annars skrifað, ásamt öðrum; Kennarastofan, Venjulegt fólk, Arfurinn minn og Áramótaskaupið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.