Engan óraði fyrir framhaldinu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 21:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi um ástandið á Gasa. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. „Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
„Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira