Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. október 2025 12:33 Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar