Innlent

Hand­tekinn fyrir stór­fellda líkams­á­rás í Duggu­vogi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Málið er til rannsóknar.
Málið er til rannsóknar. Vísir/Einar

Karlmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags fyrir stórfellda líkamsárás gegn konu í Dugguvogi í Reykjavík. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn í umferðinni skömmu eftir árásina. Ásmundur segir að á þessum tímapunkti sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið.

Lýsing á árásinni hefur farið manna á millum á samfélagsmiðlum og einnig borist fréttastofu. Þar segir meðal annars að um leigubílstjóra af erlendum uppruna sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur.

Samkvæmt heimildum er maðurinn grunaður um að hafa rifið í konuna, hent henni í jörðina og gengið í skrokk á henni. Þá er hann grunaður um að hafa keyrt á konuna og keyrt af vettvangi. 

Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×