Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 23:40 Trump og Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í vikunni. Getty Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira