Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu á dögunu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira