Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu á dögunu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira