Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 14:10 Kay Shemirani á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum í London árið 2020. Hún hefur borið út alls kyns lygar og samsæriskenningar um faraldurinn og bóluefnin gegn veirunni. Vísir/EPA Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn. Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn.
Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent