Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 20:17 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda