Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 23:43 Margrét Hrefna Pétursdóttir Facebook Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco. Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco.
Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira