Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2025 14:53 Sissal var fulltrúi Dana í keppninni í Basel í maí. Getty/Harold Cunningham Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. Mikill styr hefur verið um þátttöku Ísraels í keppninni en tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október 2023. Ísrael hafnaði í öðru sæti keppninnar í fyrra og munaði litlu að þjóðin stæði uppi sem sigurvegari. Gustav Lützhøft, aðalritstjóri hjá DR Kultur, Debat og Musik, segir í yfirlýsingu að DR muni ekki greiða atkvæði gegn því að nokkurt aðildarríki EBU verði útilokað frá keppni svo lengi sem það fylgi reglum og samþykktum. DR styðji Eurovision sem evrópskan menningarviðburð sem hafi frá árinu 1956 sameinað þjóðir í gegnum tónlist. Sænska ríkisútvarpið sagði í yfirlýsingu á dögunum að þátttaka Svía yrði ákvörðuð út frá breiðum stuðningi við keppnina, öryggi þátttakenda og áhorfenda og að keppnin væri ekki pólitísk. Ekki var gefið skýrt svar með tilliti til þátttöku Ísraels. Keppnin fer fram í Austurríki sem hefur hvatt ríki til að draga sig ekki úr keppni. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands og sagt hana ólíklega verði Ísrael með. EBU boðaði á dögunum til aukaþings í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels. Stefnt er að því að þingið fari fram fyrri hluta nóvember. Eina málið á dagskrá á hinu boðaða aukaþingi er atkvæðagreiðslan. Í tilkynningu frá forseta EBU vegna þingsins sagði að fordæmalaus skoðanaskipti hefðu átt sér stað innan samtakanna um þátttöku Ísraels í Eurovision. Því þyrfti að finna lausn á deilunni á lýðræðislegan hátt. Hingað til hefði aðild að EBU tryggt þjóðum rétt til að taka þátt í keppninni. Væri Ísrael meinuð þátttaka yrði sett sögulegt fordæmi sem gæti haft áhrif á það hvernig unnið yrði úr sambærilegum málum í framtíðinni. Danmörk Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Mikill styr hefur verið um þátttöku Ísraels í keppninni en tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október 2023. Ísrael hafnaði í öðru sæti keppninnar í fyrra og munaði litlu að þjóðin stæði uppi sem sigurvegari. Gustav Lützhøft, aðalritstjóri hjá DR Kultur, Debat og Musik, segir í yfirlýsingu að DR muni ekki greiða atkvæði gegn því að nokkurt aðildarríki EBU verði útilokað frá keppni svo lengi sem það fylgi reglum og samþykktum. DR styðji Eurovision sem evrópskan menningarviðburð sem hafi frá árinu 1956 sameinað þjóðir í gegnum tónlist. Sænska ríkisútvarpið sagði í yfirlýsingu á dögunum að þátttaka Svía yrði ákvörðuð út frá breiðum stuðningi við keppnina, öryggi þátttakenda og áhorfenda og að keppnin væri ekki pólitísk. Ekki var gefið skýrt svar með tilliti til þátttöku Ísraels. Keppnin fer fram í Austurríki sem hefur hvatt ríki til að draga sig ekki úr keppni. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands og sagt hana ólíklega verði Ísrael með. EBU boðaði á dögunum til aukaþings í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels. Stefnt er að því að þingið fari fram fyrri hluta nóvember. Eina málið á dagskrá á hinu boðaða aukaþingi er atkvæðagreiðslan. Í tilkynningu frá forseta EBU vegna þingsins sagði að fordæmalaus skoðanaskipti hefðu átt sér stað innan samtakanna um þátttöku Ísraels í Eurovision. Því þyrfti að finna lausn á deilunni á lýðræðislegan hátt. Hingað til hefði aðild að EBU tryggt þjóðum rétt til að taka þátt í keppninni. Væri Ísrael meinuð þátttaka yrði sett sögulegt fordæmi sem gæti haft áhrif á það hvernig unnið yrði úr sambærilegum málum í framtíðinni.
Danmörk Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira