Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. september 2025 07:32 Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun