Lífið

„Mjög fal­legt“ hús og „full­frá­gengin“ lóð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsið býður í hið minnsta upp á gnægð tækifæra.
Húsið býður í hið minnsta upp á gnægð tækifæra. Fasteignamarkaðurinn

Þriggja hæða hús á Skólavörðustíg sem lýst er sem mjög fallegu og með fullfrágenginni lóð er falt fyrir 88 milljónir króna. Myndir af húsinu bera þó með sér að nokkuð þurfi að taka til hendinni.

Um er að ræða einbýlishús á þremur hæðum með kjallara, hæð og ris. Skráð fermetrastærð er 94 fermetrar en þar vantar inn 10 fermetra í risinu og viðbyggingu sem er um 25 fermetrar, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. 

Þá segir að eignin hafi verið þó nokkuð endurnýjuð síðustu 15 til 20 árin þar á meðal neysluvatnslagnir, ofnalagnir og flestir ofnar, raflagnir og rafmagnstafla, gler og gluggar auk þakjárns, þakpappa, þakrenna og niðurfalla.

„Húsið að utan lítur vel út og þakjárn, þakpappi, niðurföll og þakrennur hafa nýlega verið endurnýjuð. Gler og gluggar voru endurnýjuð fyrir um 20 árum síðan og líta vel út,“ segir í auglýsingu Fasteignamarkaðarins.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis. 

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.